Níunda fall Hermanns á ferlinum Hjörvar Ólafsson skrifar 7. október 2023 21:16 Hermann Hreiðarsson þekkir það mæta vel að róa lífróður. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans hjá ÍBV féllu úr Bestu deild karla í fótbolta í dag. Þar af leiðandi hefur Hermann fallið níu sinnum á ferli sínum sem leikmaður og þjálfari og þar að auki einu sinni sem aðstoðarmaður knattspyrnustjóra. Hermann féll fimm sinnum sem leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Crystal Palace vorið 1998, því næst með Wimbledon 2000, þá með Ipswich Town árið 2002, þegar hann lék með Charlton Athletic á því herrans árið 2007 og loks með Portsmouth 2010. Af þeim sökum deilir Hermann lítt eftirsóknarverðu meti með Nathan Blake yfir flest föll úr ensku úrvalsdeildinni. Hermann átti svo lítinn þátt í falli Coventry City árið 2012 en hann lék tvo leiki fyrir liðið á meiðslum hrjáðu tímabili þann veturinn. Bæði karla- og kvennalið Fylkis hlutu þau örlög að falla undir stjórn Hermanns haustin 2016 og 2017 en hann tók við kvennaliði Árbæinga í snúinni stöðu um mitt sumarið 2017. Vorið 2020 var Hermann síðan aðstoðarmaður Sol Campbell sem var við stjórnvölinn hjá Southend United sem fór niður úr ensku C-deildinni það tímabilið. Það varð svo ljóst í dag að Eyjamenn munu leika í næstefstu deild á næsta keppnistímabili en Hermann hefur verið í brúnni hjá ÍBV síðan um haustið 2021. Hermann hefur svo á móti farið upp úr 2. deild karla sem þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur á þjálfaraferli sínum einnig verið í þjálfarateymi Karala Blasters í indversku ofurdeildinni. Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Hermann féll fimm sinnum sem leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni, fyrst með Crystal Palace vorið 1998, því næst með Wimbledon 2000, þá með Ipswich Town árið 2002, þegar hann lék með Charlton Athletic á því herrans árið 2007 og loks með Portsmouth 2010. Af þeim sökum deilir Hermann lítt eftirsóknarverðu meti með Nathan Blake yfir flest föll úr ensku úrvalsdeildinni. Hermann átti svo lítinn þátt í falli Coventry City árið 2012 en hann lék tvo leiki fyrir liðið á meiðslum hrjáðu tímabili þann veturinn. Bæði karla- og kvennalið Fylkis hlutu þau örlög að falla undir stjórn Hermanns haustin 2016 og 2017 en hann tók við kvennaliði Árbæinga í snúinni stöðu um mitt sumarið 2017. Vorið 2020 var Hermann síðan aðstoðarmaður Sol Campbell sem var við stjórnvölinn hjá Southend United sem fór niður úr ensku C-deildinni það tímabilið. Það varð svo ljóst í dag að Eyjamenn munu leika í næstefstu deild á næsta keppnistímabili en Hermann hefur verið í brúnni hjá ÍBV síðan um haustið 2021. Hermann hefur svo á móti farið upp úr 2. deild karla sem þjálfari Þróttar Vogum en hann hefur á þjálfaraferli sínum einnig verið í þjálfarateymi Karala Blasters í indversku ofurdeildinni.
Besta deild karla ÍBV Mest lesið „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn