Fótbolti

Bellingham heldur áfram að skora og Madrídingar unnu stórt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jude Bellingham skorar og skorar fyrir Real Madrid.
Jude Bellingham skorar og skorar fyrir Real Madrid. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Jude Bellingham heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann skoraði tvö í dag er liðið vann 4-0 sigur gegn Osasuna.

Bellingham kom Madrídingum á bragðið strax á níundu mínútu eftir stoðsendingu frá Dani Carvajal og tvöfaldaði svo forystu liðsins snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning Federico Valverde.

Valverde lagði svo einnig upp þriðja mark leiksins fyrir Vinicius Junior á 65. mínútu áður en Vinicius lagði sjálfur upp fjórða markið fyrir Joselu fimm mínútum síðar.

Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Real Madrid sem trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir níu leiki, en Osasuna situr hins vegar í tíunda sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×