Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf á Bylgjunni.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm

Ísraelsk yfirvöld hafa lýst yfir stríði gegn Hamas-samtökum Palestínumanna. Samtökin skutu í morgun þúsundum eldflauga frá Gasa til Ísrael áður en þau réðust yfir víggirt landamærin og gerðu áhlaup á ísraelska bæi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga sem segir síðustu slysasleppingu hjá Artic Fish og afleiðingar hennar hafa fyllt mælinn. Hann gerir ráð fyrir að mikill fjöldi muni leggja leið sína á Austurvöll síðdegis til að mótmæla sjókvíaeldi. 

Við kíkjum á veggjalúsafaraldur sem herjar nú á Frakkland og kíkjum í Hveragerði þar sem fer fram bjórhátíð um helgina. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×