Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 11:36 Petra De Sutter tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra árið 2020. Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. „Við eigum ekki að láta ata okkur í að trúa því að fólk geti hverið hvers kyns sem það óskar sér,“ sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir viðstaddra. „Það getur það ekki. Karl er karl og kona er kona. Það er bara almenn skynsemi,“ sagði hann. Ummælin lét Sunak falla á sama tíma og greint var frá því að haturglæpir gegn trans fólki á Englandi og í Wales hefðu aldrei verið fleiri. Þá sagði innanríkisráðuneytið í skýrslu sinni um málið að aukninguna mætti mögulega að einhverju leiti rekja til ummæla stjórnmálamanna og orðræðu í fjölmiðlum. Petra De Sutter, fyrsti trans ráðherra Evrópu að því er vitað er, sagði orð Sunak meiðandi og að þau hefðu validið gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi ummæli ýta undir trans fóbíu og stofna lífum fólks um allan heim í hættu,“ sagði De Sutter á samfélagsmiðlum. „Trans konur eru konur. Og á engan hátt ógn við aðra. Ekki ganga til liðs við hinar raunverulegu bullur Rishi Sunak.“ De Sutter, sem er prófessor í kvensjúkdómalækningum, tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra Belgíu árið 2020. Sunak var ekki einn Íhaldsmanna um að vega að trans fólki á áðurnefndu þingi en Suella Braverman innanríkisráðherra gagnrýndi „kynjahugmyndafræði“. Á sama tíma var flokksmanni vísað af fundinum eftir að hann sakaði ráðherrann um fordóma gegn trans fólki og hinsegin fólki. Bretland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
„Við eigum ekki að láta ata okkur í að trúa því að fólk geti hverið hvers kyns sem það óskar sér,“ sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir viðstaddra. „Það getur það ekki. Karl er karl og kona er kona. Það er bara almenn skynsemi,“ sagði hann. Ummælin lét Sunak falla á sama tíma og greint var frá því að haturglæpir gegn trans fólki á Englandi og í Wales hefðu aldrei verið fleiri. Þá sagði innanríkisráðuneytið í skýrslu sinni um málið að aukninguna mætti mögulega að einhverju leiti rekja til ummæla stjórnmálamanna og orðræðu í fjölmiðlum. Petra De Sutter, fyrsti trans ráðherra Evrópu að því er vitað er, sagði orð Sunak meiðandi og að þau hefðu validið gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi ummæli ýta undir trans fóbíu og stofna lífum fólks um allan heim í hættu,“ sagði De Sutter á samfélagsmiðlum. „Trans konur eru konur. Og á engan hátt ógn við aðra. Ekki ganga til liðs við hinar raunverulegu bullur Rishi Sunak.“ De Sutter, sem er prófessor í kvensjúkdómalækningum, tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra Belgíu árið 2020. Sunak var ekki einn Íhaldsmanna um að vega að trans fólki á áðurnefndu þingi en Suella Braverman innanríkisráðherra gagnrýndi „kynjahugmyndafræði“. Á sama tíma var flokksmanni vísað af fundinum eftir að hann sakaði ráðherrann um fordóma gegn trans fólki og hinsegin fólki.
Bretland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira