Lífið

Magnaðar mæður

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Listinn samanstendur af mæðrum. Hæfileikarríkir og glæsilegar.
Listinn samanstendur af mæðrum. Hæfileikarríkir og glæsilegar.

Birtingarmynd móðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaðar mæður  margra barna mæður, stjúpmæður, einstæðar mæður og verðandi mæður, svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið á Vísi setti saman lista af nokkrum vel völdum og þekktum íslenskum konum sem eiga það sameiginlegt að bera titilinn mamma

Þá ber að nefna að neðangreindur listi er síður en svo tæmandi.

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir 

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn á fjögur börn með eiginmanni sínum, Hauki Inga Guðnasyni. Eina dóttur og þrjá syni. Eldey, Jökul og tvíburana Storm og Tind.

Inga Lind Karlsdóttir 

Fjölmiðlakonan Inga Lind á fimm börn.

Jafntfram varð hún stjúpamma í sumar þegar kraflyftingakonan Arn­hild­ur Anna og Al­freð Már Hjaltalín heils­unudd­ari eignuðust stúlku.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún á þrjú börn. Eldri börnin tvö, Margrét Lilja og Jón Geir, á hún með fyrrverandi eiginmanni sínum, Davíð Sigurgeirssyni, tónlistarmanni. Þá á hún yngri dótturina, Jóhönnu Guðrúnu, með sambýlismanni sínum, Ólafi Friðriki Ólafssyni, viðskiptafræðingi.

Linda Pétursdóttir 

Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda á eina dóttur, Ísabellu Ásu Lindudóttur. 

Helga Gabríela Sigurðardóttir

Helga Gabríela, kokkur, á þrjú börn með eiginmanni sínum og fjölmiðlamanni, Frosta Logasyni. Tvo syni og eina dóttur. Frosta Jökul og Birtu.

Guðrún Ýr Eyfjörð 

Tónlistarkonan Guðrún Ýr, þekkt undir listamannanafninu GDRN, á einn dreng, Steinþór Jóhann Eyfjörð Árnason, með manni sínum, Árna Steini Steinþórssyni, læknanema.

Aníta Briem 

Leikkonan og handritshöfundurinn Aníta Briem á eina dóttur, Míu, með fyrrverandi eigimanni sínum, leikstjóranum Dean Para­skevopou­los.

Saga Garðarsdóttir 

Leikonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir á eina stúlku með eiginmanni sínum, Snorra Helgasyni, tónlistarmanni. Saman eiga þau von á sínu öðru barni síðar á árinu. 

Harpa Káradóttir

Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir á þrjú börn. Eina stúlku úr fyrra sambandi og tvíburadrengi með sambýlismanni sínum, Guðmundi Böðvari Guðjónssyni. Stúlkan heitir Katla og drengirnir, Kári og Kristján.

Harpa er einn eftirsóttasti förðunarmeistari landsins en hún rekur Make-Up Studio Hörpu Kára

Gerður Jónsdóttir

Íþróttafrömuðurinn Gerður,  þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, er þriggja barna móðir. Hún hefur hrundið af stað nokkurs konar dans-eróbikk æði á meðal íslenskra kvenna.

Eygló Hilmarsdóttir 

Leikkonan Eygló Hilmarsdóttir á þrjú börn með Sigurði Unnari Birgissyni. 

Katrín Jakobsdóttir

Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, er þriggja barna móðir. 

Elísabet Gunnarsdóttir tískudrottning og athafnakona

Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottningin og athafnakona á þrjú börn með eiginmanni sínum, handboltakappanum Gunnari Steini Jónssyni. Tvær dætur og einn son.

Sara Björk Gunnarsdóttir

Knattspyrnukonan Sara Björk á einn dreng, Ragnar Frank, með knattspyrnumanninum, Árna Vilhjálmssyni. Fjölskyldan er búsett á Ítalíu þar sem Sara Björk spilar með Juventus.


Tengdar fréttir

Fabjúl­öss feður

Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt.

Heitir í háloftunum

Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti.

Laglegar á lausu

Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×