Missti tvær systur sínar og lifir nú einn dag í einu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. maí 2023 10:25 Stjörnuþjálfarinn og íþróttafræðingurinn Gerður Jónsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins. Vísir/Vilhelm „Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona,“ segir íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir í viðtali í Einkalífinu. Hún hefur stundum verið kölluð Jane Fonda Íslands enda má segja að Gerður, eða Gerða eins og hún er alltaf kölluð, hafi síðustu ár hrundið af stað nokkurs konar dans-eróbikk æði á meðal íslenskra kvenna. Gerða er þriggja barna móðir og trúlofuð ástinni sinni til þrettán ára Alexander Jenssyni. Hún er með BS gráðu í íþróttafræðum og Med (master) í heilsuþjálfun og kennslu. Hún hefur auk þess lokið einkaþjálfararéttindum og má með sanni segja að heilsa og þjálfun eigi hug hennar allan. Íþróttir og heilsa eiga hug Gerðu allan en hún er nú einn vinsælasti þjálfari landsins. Námskeiðin hennar In Shape, sem hún kennir í World Class, hafa vakið miklar vinsældir síðustu ár og segir Gerða eins og myndast hafi nokkurs konar kvennasamfélag í kringum námskeiðin sem yfirleitt eru mjög þétt setin. Tímarnir hafa einnig vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem má sjá margar áberandi konur úr ólíkum áttum samfélagsins svitna saman í trylltum takti undir leiðsögn Gerðu. Þær eru allar að tengjast á einhvern ótrúlega heilbrigðan hátt. Ég sé þær vera að leita til hvor annarar, vinna saman og benda á hvora aðra, það myndast svona þessi heild. Í viðtalinu, sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan, segir Gerða meðal annars frá æskuárunum í sveitinni, systurmissinum og hvernig íþróttirnar hafi í raun bjargað henni á sínum tíma. Klippa: Einkalífið - Gerður Jónsdóttir Gerða elst upp í stórri fjölskyldu í Mosfellsdal og segist hún mjög þakklát í dag fyrir að hafa fengið að slíta barnsskónum í sveitinni. Þegar ég var unglingur fannst mér þetta samt hræðilegt, segir Gerða og hlær. „Bara að komast og hitta vinina var smá vesen, maður var kannski svolítið einangraður þá.“ Þakklát fyrir tímann með systur sinni Gerða á tvo hálfbræður og þrjár eldri hálfsystur og eru tvær þeirra nú fallnar frá. Eldri systir hennar, sem átti stelpu á svipuðum aldri og Gerða, lendir í bílslysi og segir Gerða áfallið hafa verið gríðarlegt. Hún var undir áhrifum og var að keyra, lendir framan á öðrum bíl og deyr samstundis. Gerða segir systur sína og dóttur hennar hafa búið heima hjá fjölskyldunni vikurnar áður en slysið bar að og er hún mjög þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk að eyða með henni. „Þetta var auðvitað dýrmætt og við áttum góðar stundir saman í lokin en þetta var auðvitað ótrúlega mikið áfall.“ Hefði vilja fá meiri aðstoð Aðspurð hvernig henni hafi tekist að vinna sig út úr áfallinu og sorginni segist hún sjá það í dag hvers hún hafi í raun farið á mis við. Áfallahjálp eða annars konar fagleg aðstoð var ekki eitthvað sem var í boði. Það var einhvern veginn enginn og maður dílaði bara við þetta og hélt áfram, sem manni þótti kannski bara eðlilegt miðað við hvaða umhverfi maður kom úr. En þegar maður hugsar til baka og sér hversu umræðan er opin núna þá hefði ég viljað fá meiri aðstoð. Gerða segist hafa tamið sér það að njóta litlu hlutanna í lífinu og taka engu sem sjálfsögðum hlut. Vísir/Vilhelm Ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn Fyrir nokkrum árum lést svo önnur systir Gerðu frekar skyndilega úr krabbameini og segir hún það taka tíma að læra að lifa með sorginni. Einnig sé það átakanlegt að upplifa sorg foreldra sinna. „Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona.“ Gerða segir þessi áföll og sorg hafi að sjálfsögðu hafa mótað sig að miklu leiti og hún minni sig reglulega á að taka engu sem sjálfsögðu og að njóta litlu hlutanna. Það tók mig tíma að sjá þetta sem styrk. En núna er ég komin á þann stað að ég sé að ef ég hefði ekki gengið í gegnum hitt og þetta í lífinu væri ég líklega á þessum stað sem ég er í dag. Viðtalið við Gerðu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum ofar í greininni en þar talar hún um æskuárin, íþróttaferilinn og margt, margt fleira. Einkalífið Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00 Morðhótun á bráðageðdeild endaði með hláturskasti „Hún kemur svo til mín og segir; veistu það, ég ætla að drepa þig! Ég segi þá; Veistu það, ég var að lesa söguna þína og ég bara skil það vel,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 10. maí 2023 09:33 Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Sjá meira
Hún hefur stundum verið kölluð Jane Fonda Íslands enda má segja að Gerður, eða Gerða eins og hún er alltaf kölluð, hafi síðustu ár hrundið af stað nokkurs konar dans-eróbikk æði á meðal íslenskra kvenna. Gerða er þriggja barna móðir og trúlofuð ástinni sinni til þrettán ára Alexander Jenssyni. Hún er með BS gráðu í íþróttafræðum og Med (master) í heilsuþjálfun og kennslu. Hún hefur auk þess lokið einkaþjálfararéttindum og má með sanni segja að heilsa og þjálfun eigi hug hennar allan. Íþróttir og heilsa eiga hug Gerðu allan en hún er nú einn vinsælasti þjálfari landsins. Námskeiðin hennar In Shape, sem hún kennir í World Class, hafa vakið miklar vinsældir síðustu ár og segir Gerða eins og myndast hafi nokkurs konar kvennasamfélag í kringum námskeiðin sem yfirleitt eru mjög þétt setin. Tímarnir hafa einnig vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem má sjá margar áberandi konur úr ólíkum áttum samfélagsins svitna saman í trylltum takti undir leiðsögn Gerðu. Þær eru allar að tengjast á einhvern ótrúlega heilbrigðan hátt. Ég sé þær vera að leita til hvor annarar, vinna saman og benda á hvora aðra, það myndast svona þessi heild. Í viðtalinu, sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan, segir Gerða meðal annars frá æskuárunum í sveitinni, systurmissinum og hvernig íþróttirnar hafi í raun bjargað henni á sínum tíma. Klippa: Einkalífið - Gerður Jónsdóttir Gerða elst upp í stórri fjölskyldu í Mosfellsdal og segist hún mjög þakklát í dag fyrir að hafa fengið að slíta barnsskónum í sveitinni. Þegar ég var unglingur fannst mér þetta samt hræðilegt, segir Gerða og hlær. „Bara að komast og hitta vinina var smá vesen, maður var kannski svolítið einangraður þá.“ Þakklát fyrir tímann með systur sinni Gerða á tvo hálfbræður og þrjár eldri hálfsystur og eru tvær þeirra nú fallnar frá. Eldri systir hennar, sem átti stelpu á svipuðum aldri og Gerða, lendir í bílslysi og segir Gerða áfallið hafa verið gríðarlegt. Hún var undir áhrifum og var að keyra, lendir framan á öðrum bíl og deyr samstundis. Gerða segir systur sína og dóttur hennar hafa búið heima hjá fjölskyldunni vikurnar áður en slysið bar að og er hún mjög þakklát fyrir þann tíma sem hún fékk að eyða með henni. „Þetta var auðvitað dýrmætt og við áttum góðar stundir saman í lokin en þetta var auðvitað ótrúlega mikið áfall.“ Hefði vilja fá meiri aðstoð Aðspurð hvernig henni hafi tekist að vinna sig út úr áfallinu og sorginni segist hún sjá það í dag hvers hún hafi í raun farið á mis við. Áfallahjálp eða annars konar fagleg aðstoð var ekki eitthvað sem var í boði. Það var einhvern veginn enginn og maður dílaði bara við þetta og hélt áfram, sem manni þótti kannski bara eðlilegt miðað við hvaða umhverfi maður kom úr. En þegar maður hugsar til baka og sér hversu umræðan er opin núna þá hefði ég viljað fá meiri aðstoð. Gerða segist hafa tamið sér það að njóta litlu hlutanna í lífinu og taka engu sem sjálfsögðum hlut. Vísir/Vilhelm Ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn Fyrir nokkrum árum lést svo önnur systir Gerðu frekar skyndilega úr krabbameini og segir hún það taka tíma að læra að lifa með sorginni. Einnig sé það átakanlegt að upplifa sorg foreldra sinna. „Það er ekki gangur lífsins fyrir foreldra að missa barn og hvað þá tvö. Þetta er ótrúlega erfið lífsreynsla og að sama skapi að horfa á foreldra sína syrgja svona.“ Gerða segir þessi áföll og sorg hafi að sjálfsögðu hafa mótað sig að miklu leiti og hún minni sig reglulega á að taka engu sem sjálfsögðu og að njóta litlu hlutanna. Það tók mig tíma að sjá þetta sem styrk. En núna er ég komin á þann stað að ég sé að ef ég hefði ekki gengið í gegnum hitt og þetta í lífinu væri ég líklega á þessum stað sem ég er í dag. Viðtalið við Gerðu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum ofar í greininni en þar talar hún um æskuárin, íþróttaferilinn og margt, margt fleira.
Einkalífið Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00 Morðhótun á bráðageðdeild endaði með hláturskasti „Hún kemur svo til mín og segir; veistu það, ég ætla að drepa þig! Ég segi þá; Veistu það, ég var að lesa söguna þína og ég bara skil það vel,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 10. maí 2023 09:33 Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Fleiri fréttir Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Sjá meira
Langar stundum að verða slaufað „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 6. maí 2023 08:00
Morðhótun á bráðageðdeild endaði með hláturskasti „Hún kemur svo til mín og segir; veistu það, ég ætla að drepa þig! Ég segi þá; Veistu það, ég var að lesa söguna þína og ég bara skil það vel,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. 10. maí 2023 09:33