„Lífið sem verður alltaf stærra og fallegra. Við fjölskyldan erum hreinlega að springa úr þakklæti. Birta Frostadóttir kom í heiminn á Landspítalanum í morgun og öllum heilsast vel. Ást og hamingja í sjöunda himni,“ skrifar Frosti við myndafærslu af fæðingardeildinni.
Stúlkan er þriðja barn þeirra hjón en fyrir eiga þau tvo drengi.
Hamingjuóskum rignir yfir fjölskylduna við færsluna frá þjóðþekktum einstakingum á borð við Sölva Tryggvason, sem heldur úti hlaðvarpi líkt og Frosti, knattspyrnumanninum Herði Björgvini Magnússon og útvarpskonunni Siggu Lund.