Fabjúlöss feður Svava Marín Óskarsdóttir og Íris Hauksdóttir skrifa 2. ágúst 2023 13:10 Listinn er síður en svo tæmandi. Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt. Lífið á Vísi setti saman lista af nokkrum vel völdum og þekktum íslenskum mönnum sem eiga það sameiginlegt að bera titilinn pabbi. Óhætt er að segja að mikið barnalán hafi svifið yfir íslensku rappsenunni undanfarið. Tónlistarmaðurinn Birnir von á sínu fyrsta barni síðar á árinu. Þeir Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti hafa jafnframt verið duglegir að bæta í barnaskarann. Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin eignaðist frumburðinn Theo Can 3. apríl síðastliðinn. Barnsmóðir og kærasta Arons heitir Erna María Björnsdóttir og starfar sem flugfreyja. Aron Can og Theo Can.Aron Can Friðrik Róbertsson, jafnan þekktur sem Flóni, eignaðist einnig frumburð sinn í vetur. Drengurinn ber nafnið Benjamín. Kærasta og barnsmóðir Flóna er Hrafnkatla Unnarsdóttir en hún nemur stund við fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Flóni og Benjamín.Hrafnkatla Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður á fjögur börn með eiginkonu sinni Hafdísi Jónsdóttur tannlækni. Hjónin eiga tvo drengi og tvær stúlkur sem Jón deilir reglulega myndum af á samfélagsmiðlum, ýmist á ferðalagi eða frá daglegu lífi þeirra. Börnin bera nöfnin Jón Tryggvi, Mjöll, Sigríður Sól og Friðrik Nói og eru öll skírð í höfuðið á skyldmennum sínum. Fjölskyldan dvaldi á Ítalíu í sumarfríinu.Jón Jónsson. Bróðir Jóns, Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður, á þrjár stúlkur með eiginkonu sinni Lísu Hafliðadóttur, lýðheilsufræðingi. Dætur þeirra heita Ásthildur, Úlfhildur og Hrafnhildur. Friðrik gaf út plötuna Dætur þeim til heiðurs. Friðrik ásamt dætrum sínum þremur.Friðrik Dór. Snorri Másson fjölmiðlamaður eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun júní. Drengurinn heitir Már í höfuðið á föðurafa sínum. Sambýliskona Snorra, Nadine Guðrún Yaghi, samskiptafulltrúi Play, á son úr fyrra sambandi. Fjölskyldan í skírn Más.Snorri Másson. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á fimm börn, þrjú af þeim með núverandi eiginkonu sinni, Elizu Reid forsetafrú. Þau heita Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter, Edda Margrét og Rut. Guðni virðist afar iðinn fjölskyldufaðir sem tekur þátt alls kyns gleði með börnum sínum, líkt og hjólaferðum um Álftanes. Þá lætur hann sig ekki vanta á yngri flokka mótin í sportinu og studdi Álftanes á N1-mótinu í sumar. Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Vilhelm Björn Thors leikari og leikstjóri á fjögur börn með eiginkonu sinni, Unni Ösp Stefánsdóttur, leikkonu og leikstjóra. Frumburðurinn, Stefán, skírður í höfuðið á afa sínum, fyrrum þjóðleikhússtjóra, Stefáni Baldurssyni, þá næst einkadóttirin Bryndís og svo tvíburarnir Dagur og Björn sem bættust í hópinn árið 2017. Björn, Unnur Ösp og Stefán. Sylvía Hall. Athafnamaðurinn Skúli Mogensen á fimm börn, þar af tvo drengi með sambýliskonu sinni, Grímu Björgu Thorarensen innanhúshönnuði og fyrrum flugfreyju. Yngstu drengirnir tveir heita Jaki og Stormur fæddir 2019 og 2021. Eldri börn Skúla heita Ásgeir, Anna Sif og Thelma. Skúli MogensenFriðrik Þór. Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal eða Auddi Blö eins og hann er alltaf kallaður, eignaðist tvo drengi með stuttu millibili með sambýliskonu sinni Rakel Þormarsdóttur. Auddi er duglegur að deila daglegu lífi drengjanna sinna, þeirra Theodórs Sverris og Matteó Orra á samfélagsmiðlum. Auðunn ásamt sonum sínum í fríi í sumar.Auðunn Blöndal. Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon á tvær dætur með unnustu sinni, Kristínu Evu Geirsdóttur lögfræðingi. Dæturnar Ásta Bertha og Sunna Stella fæddust með árs millibili, 2020 og 2021. Sverri með dætur sínar á góðri stundu.Sverrir Bergmann. Magnús Geir Þórðason, þjóðleikhússtjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka Atvinnulífssins og stjórnarformaður Hörpu eiga samtals fimm börn. Fyrir átti Ingibjörg þrjú börn en saman eignuðust hjónin drengina Árna Gunnar og Dag Ara með árs millibili. Ætla má að líf og fjör sé á þeim bænum. Magnús Geir og Dagur Ari sonur hans.Magnús Geir. Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró á þrjú börn. Dótturina Lilju Marín og drengina Máni Hrafn og Pálma. Gummi virðist náinn börnum sínum og fer iðulega í ferðir með þau út fyrir landssteinana. Um þessar mundir er hann staddur á Tenerife í fríi með unnustu sinni Línu Birgittu Sigurðardóttur athafnakonu og drengjunum tveimur. Fjölskyldan öll saman.Gummi kíró. Gunnar Steinn Jónsson handboltakappi og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir eiga saman þrjú börn. Frumburðurinn Alba Mist er fjórtán ára og fermdist nú í vor, miðjubarnið Gunnar Manuel sjö ára sigrar leikinn reglulega á samfélagsmiðlum með sjarma sínum. Nýjasta viðbótin, Anna Magdalena, tæplega tíu mánaða sýnir áhugasömum fylgjendum Elísabetar heiminn á ferðalögum sínum. Gunnar Steinn, Elísabet og börn á fermingardegi Ölbu.Gunnar Steinn. Hörður Björgvin Magnússon knattspyrnumaður á tvær dætur, þær Matteu Móu, þriggja ára og Mörlu Ósk, eins árs. Eiginkona Harðar er athafnakonan Móeiður Lárusdóttir. Hörður og fjölskylda er búsett í Grikklandi þar sem hann spilar fyrir liðið Panathinaikos í efstu deild. Hörður Björgvin varð þrítugur fyrr á árinu.Móeiður Lárusdóttir Listamaðurinn Elli Egilsson tilkynnti tilvist dóttur sinnar heldur óvænt á samfélagsmiðlum fyrr á þessu ári en barnið er á þriðja aldursári. Hann er giftur leikkonunni Maríu Birtu Bjarnardóttur. Elli virðist plumma sig vel í föðurhlutverkinu og er þegar byrjaður að kenna dótturinni að mála miðað við skemmtileg myndskeið sem hann hefur birt í hringrásinni (e.story) á Instagram. Elli býr í Los Angelse í Bandaríkjunum með fjölskyldunni.María Birta Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 9. júní 2023 07:01 Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 Laglegar á lausu Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum. 28. apríl 2023 09:01 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Lífið á Vísi setti saman lista af nokkrum vel völdum og þekktum íslenskum mönnum sem eiga það sameiginlegt að bera titilinn pabbi. Óhætt er að segja að mikið barnalán hafi svifið yfir íslensku rappsenunni undanfarið. Tónlistarmaðurinn Birnir von á sínu fyrsta barni síðar á árinu. Þeir Herra Hnetusmjör og Emmsjé Gauti hafa jafnframt verið duglegir að bæta í barnaskarann. Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin eignaðist frumburðinn Theo Can 3. apríl síðastliðinn. Barnsmóðir og kærasta Arons heitir Erna María Björnsdóttir og starfar sem flugfreyja. Aron Can og Theo Can.Aron Can Friðrik Róbertsson, jafnan þekktur sem Flóni, eignaðist einnig frumburð sinn í vetur. Drengurinn ber nafnið Benjamín. Kærasta og barnsmóðir Flóna er Hrafnkatla Unnarsdóttir en hún nemur stund við fatahönnun í Listaháskóla Íslands. Flóni og Benjamín.Hrafnkatla Jón Ragnar Jónsson, tónlistarmaður á fjögur börn með eiginkonu sinni Hafdísi Jónsdóttur tannlækni. Hjónin eiga tvo drengi og tvær stúlkur sem Jón deilir reglulega myndum af á samfélagsmiðlum, ýmist á ferðalagi eða frá daglegu lífi þeirra. Börnin bera nöfnin Jón Tryggvi, Mjöll, Sigríður Sól og Friðrik Nói og eru öll skírð í höfuðið á skyldmennum sínum. Fjölskyldan dvaldi á Ítalíu í sumarfríinu.Jón Jónsson. Bróðir Jóns, Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður, á þrjár stúlkur með eiginkonu sinni Lísu Hafliðadóttur, lýðheilsufræðingi. Dætur þeirra heita Ásthildur, Úlfhildur og Hrafnhildur. Friðrik gaf út plötuna Dætur þeim til heiðurs. Friðrik ásamt dætrum sínum þremur.Friðrik Dór. Snorri Másson fjölmiðlamaður eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun júní. Drengurinn heitir Már í höfuðið á föðurafa sínum. Sambýliskona Snorra, Nadine Guðrún Yaghi, samskiptafulltrúi Play, á son úr fyrra sambandi. Fjölskyldan í skírn Más.Snorri Másson. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands á fimm börn, þrjú af þeim með núverandi eiginkonu sinni, Elizu Reid forsetafrú. Þau heita Duncan Tindur, Donald Gunnar, Sæþór Peter, Edda Margrét og Rut. Guðni virðist afar iðinn fjölskyldufaðir sem tekur þátt alls kyns gleði með börnum sínum, líkt og hjólaferðum um Álftanes. Þá lætur hann sig ekki vanta á yngri flokka mótin í sportinu og studdi Álftanes á N1-mótinu í sumar. Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.Vísir/Vilhelm Björn Thors leikari og leikstjóri á fjögur börn með eiginkonu sinni, Unni Ösp Stefánsdóttur, leikkonu og leikstjóra. Frumburðurinn, Stefán, skírður í höfuðið á afa sínum, fyrrum þjóðleikhússtjóra, Stefáni Baldurssyni, þá næst einkadóttirin Bryndís og svo tvíburarnir Dagur og Björn sem bættust í hópinn árið 2017. Björn, Unnur Ösp og Stefán. Sylvía Hall. Athafnamaðurinn Skúli Mogensen á fimm börn, þar af tvo drengi með sambýliskonu sinni, Grímu Björgu Thorarensen innanhúshönnuði og fyrrum flugfreyju. Yngstu drengirnir tveir heita Jaki og Stormur fæddir 2019 og 2021. Eldri börn Skúla heita Ásgeir, Anna Sif og Thelma. Skúli MogensenFriðrik Þór. Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal eða Auddi Blö eins og hann er alltaf kallaður, eignaðist tvo drengi með stuttu millibili með sambýliskonu sinni Rakel Þormarsdóttur. Auddi er duglegur að deila daglegu lífi drengjanna sinna, þeirra Theodórs Sverris og Matteó Orra á samfélagsmiðlum. Auðunn ásamt sonum sínum í fríi í sumar.Auðunn Blöndal. Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússon á tvær dætur með unnustu sinni, Kristínu Evu Geirsdóttur lögfræðingi. Dæturnar Ásta Bertha og Sunna Stella fæddust með árs millibili, 2020 og 2021. Sverri með dætur sínar á góðri stundu.Sverrir Bergmann. Magnús Geir Þórðason, þjóðleikhússtjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka Atvinnulífssins og stjórnarformaður Hörpu eiga samtals fimm börn. Fyrir átti Ingibjörg þrjú börn en saman eignuðust hjónin drengina Árna Gunnar og Dag Ara með árs millibili. Ætla má að líf og fjör sé á þeim bænum. Magnús Geir og Dagur Ari sonur hans.Magnús Geir. Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró á þrjú börn. Dótturina Lilju Marín og drengina Máni Hrafn og Pálma. Gummi virðist náinn börnum sínum og fer iðulega í ferðir með þau út fyrir landssteinana. Um þessar mundir er hann staddur á Tenerife í fríi með unnustu sinni Línu Birgittu Sigurðardóttur athafnakonu og drengjunum tveimur. Fjölskyldan öll saman.Gummi kíró. Gunnar Steinn Jónsson handboltakappi og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir eiga saman þrjú börn. Frumburðurinn Alba Mist er fjórtán ára og fermdist nú í vor, miðjubarnið Gunnar Manuel sjö ára sigrar leikinn reglulega á samfélagsmiðlum með sjarma sínum. Nýjasta viðbótin, Anna Magdalena, tæplega tíu mánaða sýnir áhugasömum fylgjendum Elísabetar heiminn á ferðalögum sínum. Gunnar Steinn, Elísabet og börn á fermingardegi Ölbu.Gunnar Steinn. Hörður Björgvin Magnússon knattspyrnumaður á tvær dætur, þær Matteu Móu, þriggja ára og Mörlu Ósk, eins árs. Eiginkona Harðar er athafnakonan Móeiður Lárusdóttir. Hörður og fjölskylda er búsett í Grikklandi þar sem hann spilar fyrir liðið Panathinaikos í efstu deild. Hörður Björgvin varð þrítugur fyrr á árinu.Móeiður Lárusdóttir Listamaðurinn Elli Egilsson tilkynnti tilvist dóttur sinnar heldur óvænt á samfélagsmiðlum fyrr á þessu ári en barnið er á þriðja aldursári. Hann er giftur leikkonunni Maríu Birtu Bjarnardóttur. Elli virðist plumma sig vel í föðurhlutverkinu og er þegar byrjaður að kenna dótturinni að mála miðað við skemmtileg myndskeið sem hann hefur birt í hringrásinni (e.story) á Instagram. Elli býr í Los Angelse í Bandaríkjunum með fjölskyldunni.María Birta
Ástin og lífið Tímamót Tengdar fréttir Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 9. júní 2023 07:01 Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 Laglegar á lausu Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum. 28. apríl 2023 09:01 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 9. júní 2023 07:01
Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01
Laglegar á lausu Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum. 28. apríl 2023 09:01