Fótbolti

Brig­hton kom til baka í Frakk­landi og Hamrarnir unnu í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hamrarnir fagna.
Hamrarnir fagna. Daniela Porcelli//Getty Images

Átta af sextán leikjum kvöldsins í Evrópudeild karla í knattspyrnu er nú lokið. West Ham United vann 2-1 útisigur á Freiburg frá Þýskalandi á meðan Brighton & Hove Albion gerði 2-2 jafntefli við Marseille í Frakklandi eftir að lenda tveimur mörkum undir.

Alls er nú átta af leikjum kvöldsins í Evrópudeild karla í knattspyrnu lokið. West Ham United vann 2-1 útisigur á Freiburg frá Þýskalandi á meðan Brighton & Hove Albion gerði 2-2 jafntefli við Marseille í Frakklandi eftir að lenda tveimur mörkum undir.

Lucas Paquetá kom Hömrunum yfir í Þýskalandi, staðan 0-1 í hálfleik. Heimamenn jöfnuðu metin en miðvörðurinn Nayef Aguerd skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 66. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu James Ward-Prowse.

Lokatölur 2-1 West Ham í vil og Hamrarnir með fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum.

Í Frakklandi var Brighton í heimsókn. Heimamenn í Marseille byrjuðu mun betur og Chancel Mbemba kom þeim yfir á 19. mínútu og aðeins mínútu síðar tvöfaldaði Jordan Veretout forystuna. Staðan 2-0 í hálfleik og Brighton í vondum málum.

Pascal Groß minnkaði muninn fyrir gestina áður en þeir fengu svo vítaspyrnu undir lok leiks. João Pedro fór á punktinn og jafnaði metin, lokatölur 2-2.

Þetta var fyrsta stig Brighton í keppninni en liðið tapaði 2-3 fyrir AEK Aþenu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Önnur úrslit

  • AEK 1-1 Ajax
  • Aris 2-1 Rangers
  • Real Betis 2-1 Sparta Prag
  • Rakow 0-1 Sturm Graz
  • Sporting 1-2 Atalanta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×