Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 09:37 Áslaug sló á létta strengi í ræðu sinni og sagði frá eigin reynslu af sjó. Því næst ræddi hún samráðherra sinn í ríkisstjórn og varpaði mynd af henni upp á vegg. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Áslaug hóf ræðu sína í Hörpu á að rifja upp þegar hún hafi sjálf verið á sjó 25 ára. Hún hafi sofið yfir sig fyrsta daginn á vertíðinni og aldrei minnst á það við nokkurn mann þar til nú. Hún sagðist nefna þetta því að sér finnist Íslendingar almennt vera að sofna á verðinum í íslensku samfélagi á mörgum sviðum og sagðist vilja gera það að umtalsefni. Ræða Áslaugar hefst á mínútu 10:30 og má horfa á hana hér fyrir neðan. Sagði Svandís vera samnefnara regluverka og eftirlits „Ég viðurkenni að það er reyndar mjög freistandi að tala um málefni líðandi stundar. Bara mjög freistandi. Ég gæti rætt um gullhúðun íslenskra stjórnvalda og þungt regluverk ESB. Ég gæti rætt um hvalveiðar. Nú eða sjókvíaeldið. Eða bara Samkeppniseftirlitið og jafnvel verktaka þess, ráðuneytið, sem er einmitt í sama húsi í B26,“ sagði Áslaug. „Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur. Sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Og um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina, en ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokknum en án hans.“ Á meðan Áslaug minntist á samráðherra sinn var samsettri mynd af Svandísi varpað upp á vegg í Hörpu. Þar mátti sjá ráðherrann, sjó og kýrauga. Því næst sagðist Áslaug ekki ætla að ræða þetta, heldur nýsköpun í sjávarútvegi og hóf hún þá að ræða það. Svandís oft milli tannanna á Sjálfstæðismönnum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn skjóta föstum skotum að Svandísi Svavarsdóttur. Eins og alkunna er voru samstarfsmenn hennar í ríkisstjórn afar ósáttir við ákvörðun hennar um að stöðva hvalveiðar í sumar. Sagðist Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í lok ágúst ekki útiloka að flokkurinn myndi styðja vantrauststillögu á hendur Svandísi kæmi í ljós að bann hennar reyndist vera ólöglegt. Sagði hann afstöðuna geta ráðist af því hvort bannið yrði framlengt.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira