Tólfti bruninn á árinu þar sem rafhlaupahjól kemur við sögu Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. október 2023 21:50 Þremur var bjargað af svölum íbúðarinnar, sem er á efstu hæð fjölbýlishússins. Vísir/Einar/Egill Stórtjón varð á íbúð í Hafnarfirði þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli í hleðslu í nótt. Sviðsstjóri forvarnarsviðs SHS segir bruna þar sem rafhlaupahjól koma við sögu vera að færast í aukana. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“ Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir eldsvoðann hafa verið öflugan. Múrhúð flagnaði af veggjum íbúðarinnar og slökkvitæki sprakk, en mikið þarf til að slíkt gerist. Þremur var bjargað af svölunum, sem eru á efstu hæð hússins og eru auk íbúðarinnar ansi illa farnar. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnardeildar hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir slökkviliðið hafa haft á tilfinningunni að brunar af þessu tagi séu að færast í aukana. „Við erum núna nýbyrjuð að taka saman tölfræði, eða skoða okkar gögn, til þess að sjá hvaða tölur eru þarna á bak við,“ segir Aldís. „Frumtölurnar segja að þetta sé tólfti eldsvoðinn á árinu þar sem að rafhlaupahjól kemur við sögu.“ Aldís segir það talsverða aukningu milli ára en fyrr hafa slíkir brunar ekki orðið fleiri en fimm á ári. Hvað er best að hafa í huga þegar maður hleður svona tæki? „Það er að hlaða við sem allra öruggastar aðstæður. Í fjölbýlishúsum eins og þessu myndum við helst vilja sjá þetta inni í sér brunahólfi. Til dæmis hjólageymslum fjölbýlishúsa. Í einbýlishúsum þá gjarnan í bílskúr. En ef ekki er hægt að koma þessu við að passa þá að hlaða ekki þegar fólk er sofandi. Og að það sé reykskynjun í rýminu.“
Rafhlaupahjól Slökkvilið Slysavarnir Tengdar fréttir Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16 Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30 Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Þremur bjargað af svölum íbúðar eftir að eldur kom upp í hlaupahjóli Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir til klukkan 2:15 í nótt vegna elds á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Um talsverðan eld var að ræða og mikinn reyk, segir í yfirlit lögreglu yfir verkefni næturinnar. 4. október 2023 06:16
Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér. 12. september 2022 20:30
Óvenju mörg útköll vegna brennandi rafhlaupahjóla Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenju mörg útköll vegna elds sem komið hefur upp vegna rafhlaupahjóla í heimahúsum undanfarinn sólarhring. 7. september 2023 11:42