Innlent

Nýr byggingar­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri heil­brigðis­eftir­lits í Reykja­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Brynjar Þór Jónasson og Tómas G. Gíslason.
Brynjar Þór Jónasson og Tómas G. Gíslason. Reykjavíkurborg

Brynjar Þór Jónasson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi Reykjavíkur og Tómas G. Gíslason nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir frá þessum nýju stjórnendum á umhverfis-og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. 

„Brynjar er með viðamikla starfsreynslu bæði á sviði stjórnunar, bæði rekstri og mannauðsmálum sem og af skipulags- og byggingarmálum. Hann er húsasmíðameistari með diplómagráðu í byggingariðnfræði með BSc. gráðu í byggingafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc. gráðu í skipulagsfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands, viðbótadiplóma í opinberri stjórnsýslu 2019 og er að ljúka MPA gráðu frá Háskóla Íslands. Brynjar er jafnframt með löggildingu mannvirkjahönnuða. Síðastliðin ár hefur hann starfað sem sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar og sem slíkur hefur hann borið ábyrgð á skipulags- og byggingamálum, umhverfismálum, rekstri eignasjóðs, rekstri veitustofnana Seltjarnarnesbæjar og þjónustumiðstöðvar.

Tómas G. Gíslason er nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Tómas er með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu frá RMIT University í Melbourne, Ástralíu. Tómas er með víðtæka reynslu í umhverfismálum og opinberri stjórnsýslu. Hann starfaði frá 2001 til 2008 sem heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík og sinnti þar margvíslegum verkefnum á sviði mengunarvarna. Síðastliðin 15 ár hefur hann starfað sem umhverfisstjóri hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar,“ segir í tilkynningunni



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×