Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra sem í morgun tilkynnti um að stýrivextir verði óbreyttir frá því sem var, eftir sífelldar hækkanir síðustu misserin. 

Þá verður rætt við mótmælendur sem komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingstofnunar að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd.

Einnig heyrum við í trans konu sem segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur sem gengið hafa fjöllunum hærra undanfarið.

Að auki fjöllum við um fyrstu heildstæðu stefnuna sem sett hefur verið um uppbyggingu og umgjörð svokallaðas lagareldis.

Og í Íþróttapakka dagsins fer mesta púðrið í endurkomu Gylfa Sigurðssonar í íslenska landsliðshópinn og svo leik Breiðabliks við úkraínska liðið Zorya sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×