Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 11:11 Beck var aðeins 16 ára gömul þegar hún gekk í herinn en fann sig þar og dafnaði þar til áreitnin hófst. Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent