Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 16:42 Annar fuglinn sem greindist með veiruna var ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði Unsplash/Federico Di Dio Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að haförn hafi fundist dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september. Í honum fundust skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hefur ekki greinst hér á landi áður og er ekki algengur. Stofninn heitir HPAI H5N5. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Í dag bárust svo Matvælastofnun upplýsingar frá Keldum um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru. „Þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi,“ segir á vef Matvælastofnunar sem minnir á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu . Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hefur verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð. Þeir fuglar sem reyndust jákvæðir voru fyrrnefndir tveir, þ.e. annars vegar ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði og hins vegar æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði 21. september. Veirurnar sem greindust eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og eru þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. „Spurning vaknar um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hefur verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 er HPAI H5N1. Á sama tímabili hefur HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verður vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafsins,“ segir á vef Matvælastofnunar. Miðað við þau gögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. „Eftir sem áður er mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna, til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum og Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.“ Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fram kemur á vef Matvælastofnunar að haförn hafi fundist dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september. Í honum fundust skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hefur ekki greinst hér á landi áður og er ekki algengur. Stofninn heitir HPAI H5N5. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Í dag bárust svo Matvælastofnun upplýsingar frá Keldum um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru. „Þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi,“ segir á vef Matvælastofnunar sem minnir á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu . Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hefur verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð. Þeir fuglar sem reyndust jákvæðir voru fyrrnefndir tveir, þ.e. annars vegar ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði og hins vegar æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði 21. september. Veirurnar sem greindust eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og eru þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. „Spurning vaknar um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hefur verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 er HPAI H5N1. Á sama tímabili hefur HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verður vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafsins,“ segir á vef Matvælastofnunar. Miðað við þau gögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. „Eftir sem áður er mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna, til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum og Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.“
Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira