Eiginkona Jota kallar dómarana trúða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2023 13:00 Færslur eiginkonu Diogos Jota á Instagram. Rute Cardoso, eiginkona Liverpool-mannsins Diogos Jota, var langt frá því að vera sátt við dómgæsluna í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Jota var rekinn af velli í leiknum sem endaði með 1-2 sigri Spurs. Curtis Jones fékk einnig rautt spjald og þá var löglegt mark tekið af Liverpool. Enska úrvalsdeildin hefur beðist afsökunar á mistökum dómaranna í leiknum og sett Darren England og Dan Cook, sem voru á VAR-vaktinni á laugardaginn, í straff. Þeir fá ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Liverpool sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu. Þar segir að grafið hafi verið undan heiðarleika íþróttarinnar og félagið ætlar að kanna hvaða kostir séu í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í málið. Liverpool telur jafnframt að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar hafi verið óásættanleg. Stuðningsmenn Liverpool fóru mikinn á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Spurs og það gerði eiginkona Jotas líka. Cardoso birti myndband af broti eiginmannsins á Destiny Udogie, sem hann fékk fyrra gula spjaldið fyrir, og birti trúðatjákn með. Cardoso birti einnig mynd af yfirlýsingu ensku úrvalsdeildarinnar og orðunum „rigged game“ sem búið var að strika yfir. Jota kom inn á sem varamaður í hálfleik í leiknum gegn Spurs í fyrradag. Á 68. mínútu fékk hann frekar ódýrt gult spjald fyrir að brjóta á Udogie. Tveimur mínútum síðar fékk Jota annað gult spjald, aftur fyrir brot á Udogie. Tapið á laugardaginn var það fyrsta hjá Liverpool á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01 Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00 VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00 Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2. október 2023 10:01
Komu til Englands aðeins sólarhring áður en leikur hófst Stuðningsfólk Liverpool er vægast sagt ósátt eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það bætir ekki úr sök að tveir úr dómarateyminu dæmdu leik í Sameinuðu arabísku furstadæmunum aðeins 48 tímum áður en leikur hófst í Lundúnum. 2. október 2023 07:00
VAR dómarinn hélt að markið hefði staðið Dómarinn í VAR herberginu á leik Tottenham og Liverpool hefur viðurkennt mistök sín að leyfa ekki marki Luis Diaz að standa. Hann segir málið allt byggt á misskilningi. 1. október 2023 10:00
Klopp tjáir sig um dómaramistökin Jurgen Klopp tjáði sig um dómaramistökin sem áttu sér stað í tapi Liverpool gegn Tottenham í dag. 30. september 2023 19:45