Liverpool ekki búið að segja sitt síðasta í VAR hneyksli helgarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2023 09:01 Mohamed Salah og félagar í Liverpool töpuðu sínum fyrsta leik um helgina en þótti á sér brotið. Getty/Ryan Pierse Varsjáin er oft á milli tannanna á fólki eftir hverja helgi í ensku úrvalsdeildinni en það er nýtt af nálinni að dómarar séu farnir að dæma af lögleg mörk og verja sig svo með því að þetta hafi allt verið einhver misskilningur eins og Georg Bjarnfreðarson forðum. Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool var fórnarlamb mistaka myndbandadómara um helgina þegar löglegt mark var dæmt af liðinu í tapleik á móti Tottenham. Liverpool sendi frá sér yfirlýsingu í gær. Liverpool var nýbúið að missa Curtis Jones af velli með rautt spjald þegar Luis Diaz kom liðinu í 1-0. Niðurstaða Varsjárinnar var hins vegar rangstæða og markið var dæmt af. Tottenham komst síðan yfir fljótlega í kjölfarið. Liverpool Football Club acknowledges PGMOL s admission of their failures last night. It is clear that the correct application of the laws of the game did not occur, resulting in sporting integrity being undermined.— Liverpool FC (@LFC) October 1, 2023 Þegar sönnunargögnin komu fram í dagsljósið var það ljóst öllum sem vildu sjá að Diaz var réttstæður og markið átti því að standa. Stuðningsmenn og fjölmiðlar hneyksluðust á ákvörðun myndbandadómarana en Liverpool endaði á því að tapa leiknum á sjálfsmarki á lokasekúndunum. Enska úrvalsdeildin hefur beðist formlega afsökunar á mistökum dómara sinna en Liverpool sættir sig ekki við að málið endi þar. Dómararnir sem voru í VAR-herberginu voru sendir í skammarkrókinn og teknir af næstu verkefnum en Liverpool vill leita réttar síns. Í yfirlýsingu félagsins segir að með þessu hafi verið grafið undir heiðarleika íþróttanna og Liverpool ætli að kanna hvað sé í boði til að fá ásættanlega niðurstöðu í þetta leiðinlega mál. Mannleg mistök voru skýringin á mistökunum en mynbandadómarinn taldi sig við vera staðfesta að ekki hafi verið rangstaða en ekki að það hafi verið rangstaða. Liverpool segir að útskýring ensku úrvalsdeildarinnar sé óásættanleg og kallar eftir rannsókn með fullu gagnsæi. Key points from Liverpool's statement after PGMOL apologised for their mistake at the weekend "Exploring a range of options given clear need for escalation and resolution." pic.twitter.com/fwjqYSDmKy— Football Daily (@footballdaily) October 2, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira