Innlent

Fækkar úr 124 í 49 á bið­lista BUGL

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigurveig segir börnin ekki eiga að þurfa að bíða lengur en 90 daga.
Sigurveig segir börnin ekki eiga að þurfa að bíða lengur en 90 daga. Vísir/Sigurjón

Alls bíða nú 49 börn eftir þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans en þau voru 124 í janúar. Biðlistinn hefur ekki verið jafn stuttur frá árinu 2006.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, deildarstjóri hjúkrunar á BUGL, segir tvennt hafa orðið til þess að tekist hefur að stytta biðlistann; aukið fjármagn og skipuritsbreytingar sem gerðar voru árið 2021. Meira þurfi þó til en stór hluti barnanna 49 sé búinn að bíða lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu.

„Við erum mjög lengi búin að vera mjög óánægð með þenn­an langa biðtíma. Um­hyggja okk­ar fyr­ir börn­un­um, sem við erum í vinnu fyr­ir, á ekki bara að fel­ast í því að reyna að verða að liði þegar þau og fjöl­skyld­ur þeirra kom­ast loks­ins að hjá okk­ur; við eig­um líka, þegar ljóst þykir að þau þurfi sjúkra­hússþjón­ustu, að tryggja að þau kom­ist fljótt að,“ seg­ir Sig­ur­veig í samtali við Morgunblaðið.

Sigurveig segir meðal biðtímann fimm og hálfan mánuð og það sé of langur tími. Börn með flókinn geðrænan vanda eigi ekki að þurfa að bíða lengur en 90 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×