Sprenging og skotbardagi í Ankara Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 09:15 Svæðið við innanríkisráðuneytið var girt af í morgun og viðbúnaður er mikill. AP/Ali Unal Maður sprengdi sig í loft við húsnæði innanríkisráðuneytis Tyrklands í Ankara í morgun og annar var felldur í skotbardaga við lögregluþjóna. Tveir lögregluþjónar særðust í átökunum en þingsetning er í Tyrklandi í dag. Sprengingin heyrðist víða en innanríkisráðuneytið er staðsett skammt frá þinghúsi Tyrklands, þar sem Recep Tayyip Erdogan, forseti, á að halda ræðu við þingsetninguna í dag. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í morgun að lögregluþjónarnir tveir hefðu særst í skotbardaga við annan árásarmannanna. Annar þeirra mun vera alvarlega særður. Þá sagði Yerlikaya að barátta Tyrkja gegn hryðjverkastarfsemi myndi halda áfram þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn hefði verið felldur. Myndband úr öryggismyndavél sem sýnir árásina gefur til kynna að fyrri árásarmaðurinn hafi ekki sprengt sig í loft upp, heldur hafi seinni árásarmaðurinn sprengt þann fyrri upp með eldflaugavörpu. Erfitt er þó að segja til um það með vissu. NEW: Ankara attack footage from this morning. #Turkey pic.twitter.com/CshYPAB64H— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Svæðinu við ráðuneytið hefur verið lokað. Sprengjusveitir hafa í morgun verið að skoða sendiferðabíl sem mennirnir voru á. Here is the footage from a different angle in Ankara attack #Turkey pic.twitter.com/O38Eu8Pyx4— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Tyrklandi og yfirvöld hafa ekki sakað neinn um hana enn. Vígamenn Íslamska ríkisins og Verkamannaflokkur Kúrda hefur get árásir í Tyrklandi á undanförnum árum. Um það bil ár er síðan sex féllu og 81 særðist í sprengjuárás kúrdískra hryðjuverkamanna í Istanbúl. The moment of the explosion in Ankara attack pic.twitter.com/4EMgbveL1w— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Tyrkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sprengingin heyrðist víða en innanríkisráðuneytið er staðsett skammt frá þinghúsi Tyrklands, þar sem Recep Tayyip Erdogan, forseti, á að halda ræðu við þingsetninguna í dag. Ali Yerlikaya, innanríkisráðherra Tyrklands, sagði á X í morgun að lögregluþjónarnir tveir hefðu særst í skotbardaga við annan árásarmannanna. Annar þeirra mun vera alvarlega særður. Þá sagði Yerlikaya að barátta Tyrkja gegn hryðjverkastarfsemi myndi halda áfram þar til síðasti hryðjuverkamaðurinn hefði verið felldur. Myndband úr öryggismyndavél sem sýnir árásina gefur til kynna að fyrri árásarmaðurinn hafi ekki sprengt sig í loft upp, heldur hafi seinni árásarmaðurinn sprengt þann fyrri upp með eldflaugavörpu. Erfitt er þó að segja til um það með vissu. NEW: Ankara attack footage from this morning. #Turkey pic.twitter.com/CshYPAB64H— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Svæðinu við ráðuneytið hefur verið lokað. Sprengjusveitir hafa í morgun verið að skoða sendiferðabíl sem mennirnir voru á. Here is the footage from a different angle in Ankara attack #Turkey pic.twitter.com/O38Eu8Pyx4— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023 Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Tyrklandi og yfirvöld hafa ekki sakað neinn um hana enn. Vígamenn Íslamska ríkisins og Verkamannaflokkur Kúrda hefur get árásir í Tyrklandi á undanförnum árum. Um það bil ár er síðan sex féllu og 81 særðist í sprengjuárás kúrdískra hryðjuverkamanna í Istanbúl. The moment of the explosion in Ankara attack pic.twitter.com/4EMgbveL1w— Rag p Soylu (@ragipsoylu) October 1, 2023
Tyrkland Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira