Guðni segir að ferðaþjónustan sé að drepa íslenskan landbúnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 21:31 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu íslenskra bænda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra gagnrýnir ríkisstjórnina og Alþingi harðlega fyrir sofandi hátt varðandi erfiða stöðu bænda og segir að hrina gjaldþrota blasi við verði ekkert gert. Þá segir hann ferðaþjónustuna vera að drepa hinn hefðbundna landbúnað. Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson. Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira
Staða bænda er víða mjög erfið vegna mikilla skuldsetningar, hárra vaxta og verðbólgu. Þá er einsýnt að ungir bændur eiga mjög erfitt með sinn rekstur. Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur miklar áhyggjur af stöðunni og á von á fjölda gjaldþrota í greininni verði ekkert gert í málefnum bænda. Guðni á þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar. „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir hann og bætir við: „Það þarf bara að hugsa um lífskjör bændanna eins og lífskjör lögreglunnar, kennaranna eða þingmannanna. Hvað þurfa þeir til að lifa og við getum ekki haft þetta fólk eins og það sé þurfalingar og ekki búið við það að menn bara loki fjósum og hætti búskap, sem er mjög auðvelt núna í ferðaþjónustunni. Og Guðni heldur áfram: „Stjórnmálamennirnir verða að vakna og gera sér grein fyrir því að þetta er atvinnuvegur, sem lifir eða deyr hvort sem þeir taka á. Þeir halda utan um búvörusamningana, utan um tollamálin, utan um verðlagninguna, þannig að þeir koma að þessu öllu og þeir geta ekki verið stikkfrí.” „Ég bara skora á ríkisstjórnina að bretta upp ermar og opna augun og gera sér grein fyrir því að matvælalandið Ísland, við erum að tapa því út úr höndunum ef þeir ekki taka stórt á núna,” segir Guðni Ágústsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Guðni hefur skoðun á störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra. „Ég verð að segja fyrir mig að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með hana og ríkisstjórnina í heild sinni fyrir hönd landbúnaðarins.” Ef þú værir landbúnaðarráðherra í dag, hvað myndir þú gera? „Setjast niður með bændum og skoða starfsgrundvöllinn.” Þá gagnrýnir Guðni harðlega íslenska ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan átti að bjarga hér landsbyggðinni. Nú er ferðaþjónustan, sem ferðamaðurinn vill njóta. Nú er hún að drepa landbúnaðinn. Það er auðvelt að hætta og loka fjósinu og breyta því bara í gistihús. Þetta er bara alvarlegt mál eins og oft koma á borð þessarar þjóðar,” segir Guðni Ágústsson.
Flóahreppur Alþingi Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Sjá meira