Innlent

Á erfitt and­lega eftir einn og hálfan mánuð án réttinda

Bjarki Sigurðsson skrifar
Oumar Sylla Bah er einn þeirra sem var þjónustusviptur fyrr í sumar.
Oumar Sylla Bah er einn þeirra sem var þjónustusviptur fyrr í sumar. Vísir/Einar

Maður sem hefur verið þjónustusviptur hefur dvalið hér á landi án réttinda í rúmlega einn og hálfan mánuð segir stöðu sína vera ansi slæma. Hann hefur ítrekað þurft að sofa úti.

Fyrr í sumar tóku ný lög um útlendinga gildi. Lögin þykja afar umdeild en samkvæmt þeim missir fólk þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi. 

Oumar er einn þeirra þjónustusviptu sem enn dvelur hér á landi. Einn og hálfur mánuður er síðan hann endaði á götunni eftir að hafa misst öll sín réttindi. Hann hefur oft þurft að sofa úti og segir geðheilsuna ekki verið góða.

„Staða mín er mjög slæm. Ég þarf stundum að sofa úti undir berum himni. Ég hef ekkert fyrir stafni núna. Þetta er mjög erfitt. Ég hugsa of mikið og á erfitt andlega. Stundum tala ég bara við sjálfan mig. Ég hugsa of mikið og finn fyrir mikilli streitu,“ sagði Oumar í samtali við fréttastofu fyrr í dag.

Fréttastofa ræddi við Oumar fyrr í sumar þar sem hann bjó í tjaldi í Hafnarfirði. 

Hann geti ekki farið aftur heim til Gíneu vegna trúar sinnar.

„Ég er múslimi en vil taka kristna trú. Mér var hótað lífláti heima svo ég yfirgaf landið mitt,“ segir Oumar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×