Þurfa ekki að óttast að vera handtekin í skýlinu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2023 19:15 Þórir Hall Stefánsson er forstöðumaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum. Vísir/Einar Nýtt neyðarskýli Rauða krossins fyrir þjónustusvipta hælisleitendur opnaði í dag. Umsjónarmaður fjöldahjálpar segir notendur skýlisins ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að vera handteknir mæti þeir á svæðið. Neyðarskýlið er rekið af Rauða krossinum í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Geta þeir sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og verið þjónustusviptir leitað þangað. Er skýlið, að minnsta kosti fyrst um sinn, opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu á morgnanna. Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum, segir það óvíst hversu margir koma til með að nýta sér skýlið en á sjöunda tug er boðið að gera það. „Við getum ekki sagt mikið til um hversu margir úr þessum hópi munu koma til okkar eða hvort einhver komi yfir höfuð. Þetta er svo sem bara úrræði sem stendur þeim til boða og við treystum á samstarfið við aðra sem koma orðinu áleiðis til einstaklinga og gera þeim það kunnugt að við erum hér og fólk er velkomið,“ segir Þórir. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að þjónustusvipta fólkið þori ekki að mæta í neyðarskýlið af ótta við að vera handtekið þar. Þórir segir þær áhyggjur ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Við hugsum þetta úrræði út frá þörfum notendanna. Við getum ábyrgst það að þau eru alveg örugg og í góðu skjóli hjá okkur. Það er ekki tilgangurinn með þessu úrræði að koma einhverjum í hendur lögreglunnar, við getum alveg ábyrgst það,“ segir Þórir. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Flóttamenn Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Neyðarskýlið er rekið af Rauða krossinum í gegnum samning við félags- og vinnumálaráðuneytið. Geta þeir sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd og verið þjónustusviptir leitað þangað. Er skýlið, að minnsta kosti fyrst um sinn, opið frá klukkan fimm síðdegis til klukkan tíu á morgnanna. Þórir Hall Stefánsson, umsjónarmaður fjöldahjálparmiðstöðva hjá Rauða krossinum, segir það óvíst hversu margir koma til með að nýta sér skýlið en á sjöunda tug er boðið að gera það. „Við getum ekki sagt mikið til um hversu margir úr þessum hópi munu koma til okkar eða hvort einhver komi yfir höfuð. Þetta er svo sem bara úrræði sem stendur þeim til boða og við treystum á samstarfið við aðra sem koma orðinu áleiðis til einstaklinga og gera þeim það kunnugt að við erum hér og fólk er velkomið,“ segir Þórir. Fréttastofu hefur borist ábendingar um að þjónustusvipta fólkið þori ekki að mæta í neyðarskýlið af ótta við að vera handtekið þar. Þórir segir þær áhyggjur ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. „Við hugsum þetta úrræði út frá þörfum notendanna. Við getum ábyrgst það að þau eru alveg örugg og í góðu skjóli hjá okkur. Það er ekki tilgangurinn með þessu úrræði að koma einhverjum í hendur lögreglunnar, við getum alveg ábyrgst það,“ segir Þórir.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Flóttamenn Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59