Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf á Bylgjunni.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf á Bylgjunni. Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Eflingar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um komandi kjaraviðræður þar sem til stendur að sækja krónutöluhækkanir. 

Sólveig fagnar því einnig að nýtt fólk sé komið í brúnna hjá viðsemjendum Eflingar og hjá Ríkissáttasemjara. 

Þá heyrum við í forystufólki í ríkisstjórninni eftir ríkisstjórnarfund sem fram fór í morgun en að undanförnu hefur borið á málum sem ekki er hægt að segja að einhugur ríki um við stjórnarborðið.

Einnig fylgjumst við með aðgerðum til að reyna að bjarga háhyrningi sem setið hefur fastur fyrir innan brúnna í Gilsfirði á Vesturlandi. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan farið yfir víðan völl. Spennuna í Bestu deildinni í knattspyrnu og leikina sem fram fóru í Olís deildinni í handbolta sem farin er af stað. Einnig verður fjallað um Ryder bikarinn í golfi sem keppst er um í Róm á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×