Laugin tóm í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. september 2023 20:26 Árni Jónsson er framkvæmdastjóri Laugardalslaugar. Vísir/Elísabet Inga Laugardalslaug verður lokuð næstu vikur vegna framkvæmda. Laugin er tóm í fyrsta sinn í sjö ár og framkvæmdastjórinn segir millivegg sem nú verður rifinn niður hafa enst um 25 árum lengur en hann átti að gera. „Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt. Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Við erum að gera heilan helling núna. Við getum loksins tæmt laugina, í fyrsta skipti í sjö ár,“ sagði Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, í beinni útsendingu frá tómri Laugardalslaug í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Til standi að skipta út 15 kýraugum, sem skipti miklu máli varðandi öryggi laugargesta. „Bæði varðandi eftirlitsmyndavélar og ljós, til þess að við sjáum vel ofan í,“ segir Árni. Þá er verið að skipta út millivegg milli aðallaugarinnar og barnalaugarinnar. Það er gert svo hægt sé að skipta hitastigi betur á milli lauganna tveggja. Barnalaugin ætti því að vera hlýrri en gestir hafa átt að venjast hingað til. „Ég vona svo sannarlega að við náum að gera hana það heita að hún verði þægileg í veðrinu. Við vitum náttúrulega ekki hvernig veturinn þróast, en eins og hann var síðasta vetur, þá hefði verið gott hjá okkur að geta hækkað hitastigið upp í 34 til 36 gráður. En þú getur ekki synt í því, það er allt of heitt,“ segir Árni og vísar þar til þess að hitastig beggja lauga hafi hingað til stýrst af kjörhitastigi fyrir aðallaugina, þar sem fólk syndir fram og til baka. Fornminjar koma upp úr kafi Ofan í tómri lauginni kenndi ýmissa grasa. Þar mátti meðal annars sjá gömul sundgleraugu og annað smálegt sem fólk hefur með sér í sund. „Við höfum ekki getað tæmt í sjö ár, og við höfum heldur ekki komist inn í þennan vegg í 26 ár. Hann átti að standa hér í eitt ár, í tilefni Smáþjóðaleikanna 97. Svo er bara sumt sem er gert til bráðabirgða, það endist stundum lengur en við gerum ráð fyrir.“ Veggurinn hafi hins vegar verið algjörlega kominn á tíma, og því fjarlægður. Upp úr dúrnum komu meðal annars sundgleraugu sem Árni áætlar að séu um 20 ára. Eigendur geti vitjað hlutanna, þó vafi sé uppi um nytsemi þeirra eftir þetta langan tíma í kafi. „Ég skal alveg halda þessu til hliðar einhversstaðar inni hjá mér. Það er minnsta málið,“ segir Árni. Ýmislegt smálegt kom upp úr dúrnum þegar milliveggurinn var rifinn. Til að mynda sundgleraugu og öndunarpípa.Vísir/Elísabet Inga Allt á áætlun Útlit er fyrir að laugin verði lokuð í um tvær vikur. „Allt sem við höfum gert hingað til, hefur verið á áætlun,“ segir Árni. Tæmingin hafi gengið vel og nú sé vinna farin á fullt.
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira