Fótbolti

Sádarnir vilja kaupa enska dómara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Munu Michael Oliver og félagar í ensku dómarastéttinni færa sig yfir til Sádi-Arabíu?
Munu Michael Oliver og félagar í ensku dómarastéttinni færa sig yfir til Sádi-Arabíu? getty/Ben Whitley

Fjölmargir öflugir fótboltamenn hafa flykkst til Sádi-Arabíu undanfarna mánuði. Sádarnir ætla ekki að láta þar við sitja.

Forráðamenn sádi-arabísku deildarinnar hafa nefnilega hug á því að fá dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að dæma hjá sér.

Erlendir dómarar hafa verið notaðir í einstaka leikjum í sádi-arabísku deildinni, meðal annars frá Nýja-Sjálandi, Argentínu og Paragvæ.

Sádarnir ætla nú að bjóða erlendum dómurum lengri samninga, yfir heilt tímabil, og það á að vera enn eitt skrefið í gera deildina í Sádi-Arabíu betri.

Til að freista dómaranna geta Sádarnir boðið gull og græna skóga. Það hefur verið nóg til að landa fjölmörgum sterkum og þekktum leikmönnum og nú er spurning hvort dómararnir fylgi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×