Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 14:54 Árásin átti sér stað ofarlega á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm/Sara Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira