Enski boltinn

Sancho bannaður á æfingasvæðinu og þarf að borða með krökkunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jadon Sancho situr fastur við sinn keip og neitar að biðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, afsökunar.
Jadon Sancho situr fastur við sinn keip og neitar að biðja Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United, afsökunar. getty/Gareth Copley

Jadon Sancho hefur verið bannað að nota aðstöðu aðalliðs Manchester United á æfingasvæði félagsins.

Sancho er úti í kuldanum hjá United eftir að hann gagnrýndi knattspyrnustjóra liðsins, Erik ten Hag, eftir að hann var utan hóps í leiknum gegn Arsenal á dögunum. Sancho sagðist meðal annars hafa verið gerður að blóraböggli.

Ten Hag var ekki sáttur við þetta útspil Sanchos og bannaði honum að æfa með aðalliði United.

The Mirror greinir frá því að Sancho hafi nú verið bannað að nota aðstöðu aðalliðs United á æfingasvæði félagsins, þar á meðal matsalinn. Hann þarf því að borða með unglingunum.

Sancho neitar enn að biðja Ten Hag afsökunar og svo virðist sem dagar hans hjá United séu taldir.

United keypti Sancho frá Borussia Dortmund en hann hefur ekki náð sér á strik með liðinu. Hann hefur leikið 82 leiki fyrir United og skorað tólf mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×