Innlent

Breiða­fjarðar­ferjan heitir á­fram Baldur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ferjan Röst, sem bráðum mun heita Baldur, í Stykkishólmi.
Ferjan Röst, sem bráðum mun heita Baldur, í Stykkishólmi. Vegagerðin

Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þeir skipstjórnarmenn sem sigldu á Röst frá Noregi til Íslands segjast afar ánægðir með hversu gott sjóskip ferjan er en hún er sem stendur í slipp í Hafnarfirði. 

„Um tugur ferja hefur borið nafnið Baldur þannig að óhætt er að segja að nafnið hafi fests sig í sessi. Eindregnar óskir hafa komið fram hjá heimamönnum varðandi nafngift á ferjunni. Hugmyndir um að Röstin héldi sínu norsk-íslenska nafni hafa ekki fengið góðar undirtektir,“ segir í tilkynningunni. 

Búið er að máta ferjuna við bryggjurnar í Stykkishólmi og á Brjánslæk en tókst það vonum framar að leggja á báðum stöðum. Aðeins þarf að gera smávægilegar breytingar á aðstöðunni í Brjánslæk sem felst í því að lækka endann á ekjubrúnni um nokkra sentimetra.


Tengdar fréttir

Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.

Sam­göngur við sunnan­verða Vest­firði séu tifandi tíma­sprengja

Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.