Ferjan Röst, sem bráðum mun heita Baldur, í Stykkishólmi.Vegagerðin
Ferjan Röst sem kemur til með að sigla um Breiðafjörð mun fá nafnið Baldur líkt og forverar hennar hafa heitið í nærri heila öld. Breiðfirðingar voru afar áhugasamir um að halda nafninu.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þeir skipstjórnarmenn sem sigldu á Röst frá Noregi til Íslands segjast afar ánægðir með hversu gott sjóskip ferjan er en hún er sem stendur í slipp í Hafnarfirði.
„Um tugur ferja hefur borið nafnið Baldur þannig að óhætt er að segja að nafnið hafi fests sig í sessi. Eindregnar óskir hafa komið fram hjá heimamönnum varðandi nafngift á ferjunni. Hugmyndir um að Röstin héldi sínu norsk-íslenska nafni hafa ekki fengið góðar undirtektir,“ segir í tilkynningunni.
Búið er að máta ferjuna við bryggjurnar í Stykkishólmi og á Brjánslæk en tókst það vonum framar að leggja á báðum stöðum. Aðeins þarf að gera smávægilegar breytingar á aðstöðunni í Brjánslæk sem felst í því að lækka endann á ekjubrúnni um nokkra sentimetra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.
Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.