Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júní 2022 19:56 Farþegar Baldurs sátu fastir í meira en fimm klukkustundir eftir að ferjan varð vélarvana í morgun. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Sjá meira
Baldur varð vélarvana aðeins nokkur hundruð metra frá landi í Stykkishólmi í morgun, með yfir hundrað manns um borð. Farþegi sem fréttastofa ræddi við á meðan Baldur var enn úti á sjó, þá fjórum tímum eftir að ferjan varð vélarvana, bar sig vel. Fólki hafi verið tjáð að engin hætta væri á ferðum, og unnið væri að viðgerð. Eftir að búið hafi verið að laga vélina hafi akkeri ferjunnar hins vegar verið fast í um klukkustund. Til allrar hamingju hafi verið gott veður, logn og sólskin. Farþegar hafi náð að halda ró sinni. Baldur siglir frá Stykkishólmi, út í Flatey, yfir á Brjánslæk á Vestfjörðum og til baka. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bilun kemur upp í Baldri á leiðinni yfir Breiðafjörð. Ferjan bilaði til að mynda á síðasta ári og árið þar á undan. Tifandi tímasprengja Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir mál að linni. Úrbóta sé þörf. „Þetta er gömul ferja, það er ein vél sem getur bilað, eins og gerðist í morgun, og hættuleg leið. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Haustið 2023 stendur til að skipta Baldri út fyrir Herjólf III, en fyrst þarf þó að bæta hafnirnar sem undir eru, svo það gangi eftir. Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.Tálknafjörður „En auðvitað er engin framtíðarlausn í þessu nema það komi ný og öflug ferja sem fari þessa leið og það er krafa okkar á sunnanverðum Vestfjörðum að það verði bara farið í það verkefn af fullum krafti.“ Ólafur segir úrbóta ekki síður þörf í vegakerfinu. Samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum séu einfaldlega ekki nógu góðar. „Þetta er lífshættulegt og tifandi tímasprengja hvenær eitthvað alvarlegt kemur upp á. Þess vegna skiptir máli að þessar samgöngur við okkur á sunnanverðum Vestfjörðum séu teknar upp á borðið og ofar á forgangslistann.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Tálknafjörður Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08 Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53 Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Sjá meira
Baldur kominn í höfn: „Þetta fór blessunarlega vel“ Búið er að binda ferjuna Baldur við Stykkishólmshöfn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ferjan varð aflvana norður af Stykkishólmi í morgun, eða um 300 metra frá landi. 18. júní 2022 15:45
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. 18. júní 2022 14:08
Alltaf hætta á ferðum þegar skip séu svo nálægt klettum og landi Yfir hundrað farþegar bíða eftir því að komast í land eftir að farþegaferjan Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í morgun, nokkrum mínútum eftir að hún lagði úr höfn frá Stykkishólmi. 18. júní 2022 12:53
Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. 18. júní 2022 10:33