Sport

Taylor Swift mætti til að fylgjast með Kelce

Smári Jökull Jónsson skrifar
Taylor Swift á Arrowhead-leikvanginum í kvöld ásamt Donnu Kelce sem margir giska nú á að sé ný tengdamóðir hennar.
Taylor Swift á Arrowhead-leikvanginum í kvöld ásamt Donnu Kelce sem margir giska nú á að sé ný tengdamóðir hennar. Vísir/Getty

Ein heitasta slúðursagan í NFL síðustu vikurnar hefur lítið að gera með íþróttina sjálfa. Það er hvort stórstjörnurnar Travis Kelce og Taylor Swift séu par.

Orðrómar hafa verið í gangi í allt sumar varðandi mögulegt samband Kelce og Swift. Kelce er einn besti leikmaður deilarinnar og leikur með Kansas City Chiefs og Taylor Swift ein stærsta poppstjarna heims.

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum vestanhafs og Kelce sjálfur kastað olíu á eldinn í nokkur skipti.

„Ég hef sagt henni að ég hafi séð hana rokka á sviðinu á Arrowhead (heimavelli Chiefs) og að hún ætti kannski að sjá mig rokka á Arrowhead. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni, boltinn er hjá henni,“ sagði Kelce í Pat McAfee þættinum fyrr í vikunni.

Og nú virðist sem Kelce hafi náð til Swift. Í leik Kansas City Chiefs gegn Chicago Bears í kvöld mátti sjá Taylor Swift í stúkunni. Hún var klædd í Chiefs-jakka og sat við hlið Donna Kelce, móður Travis.

Það var Kelce sjálfur sem opnaði á sögurnar í sumar þegar hann sagðist hafa reynt að gefa Swift armband með númerinu sínu á þegar hún kom fram á tónleikum. Það er ljóst að nærvera Swift á leik Chiefs í kvöld mun ekki minnka áhuga fjölmiðla á málinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.