Fótbolti

Leikur Ajax og Feyenoord flautaður af vegna óeirða

Siggeir Ævarsson skrifar
Stöðva þurfti leikinn margsinnis þar sem aðskotahlutum og flugeldum var ítrekað hent inn á völlinn
Stöðva þurfti leikinn margsinnis þar sem aðskotahlutum og flugeldum var ítrekað hent inn á völlinn Vísir/Getty

Leikur erkifjendanna í Ajax og Feyenoord í dag var flautaður af í hálfleik þar sem stuðningsmenn Ajax létu öllum illum látum. Feyenoord komst yfir strax á 9. mínútu sem hleypti illu blóði í marga stuðningsmenn Ajax en þráðurinn virðist hafa verið stuttur.

Dómari leiksins stöðvaði leikinn tvisvar og sendi alla leikmenn af velli þegar flugeldum og reyksprengjum var ítrekað hent inn á völlinn. Taldi hann öryggi leikmanna ógnað og á 55. mínútu flautaði hann leikinn af.

Reiði hörðustu stuðningsmanna Ajax beindist ekki einungis að andstæðingunum þar sem einnig sást til þeirra slást innbyrðis og þá voru skemmdir unnar á leikvanginum eftir að leik lauk.

Mikill viðbúnaður var fyrir utan völlinn eftir leik þar sem stuðningsmenn Ajax héldu áfram að láta ófriðlegaVísir/Getty

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ajax lenda í að leikur sé blásinn af vegna óeirða en þegar liðið sótti Groningen heim í fyrra, sem var þegar fallið, var leikurinn stöðvaður strax á 55. mínútu. 

Ólæti stuðningsmanna hafa valdið töluverðum vandræðum í hollensku deildinni undanfarið og hefur reglulega þurft að stöðva leiki vegna þeirra. Hollenska knattspyrnusambandið innleiddi nýjar og harðari reglur á síðasta tímabili eftir að kveikjara var hent í höfuðið á Davy Klaassen en þær virðast ekki hafa haft mikil ef einhver áhrif á hegðun hörðustu stuðningsmanna, ef stuðningsmenn skyldi kalla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×