Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. september 2023 20:07 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst skipa eftirlitshóp til að fylgjast með rafbyssunotkun lögreglunnar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óttast frekari vopnvæðingu og gefur lítið fyrir fullyrðingar sérfræðinga um öryggi rafvopnsins. Samsett/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu. Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu.
Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22
Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10
Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30