Sérfræðingur Sky spáir ljótum United sigri í kvöld Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 11:04 Bruno kvartar Vísir/Getty Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla í upphafi leiktíðar en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í öllum keppnum. United mætir sigurlausu liði Burnley í kvöld og sérfræðingur Sky, Lewis Jones, spáir ljótum United sigri. Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira