Innlent

Ragnar telur Íslendinga ófæra um að stýra efnahagsmálum

Jakob Bjarnar skrifar
„Ég held það sé eina von heimilanna í landinu að komast í skjól þar undan þjófræðinu í gegnum íslensku krónuna síðustu áratugi,“ segir Ragnar Þór
„Ég held það sé eina von heimilanna í landinu að komast í skjól þar undan þjófræðinu í gegnum íslensku krónuna síðustu áratugi,“ segir Ragnar Þór Vísir/Vilhelm

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambands Íslands hefur látið í ljós þá skoðun að vert sé að taka upp nýjan gjaldmiðil. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er honum sammála.

„Ég er ekki jafn áhyggjufullur yfir krónunni og ég hef af stjórn efnahagsmála. Ég tel okkur sem þjóð ekki við bjargandi í þeim efnum. Þannig að mín skoðun er sú að okkur er ekki treystandi til að fara með stjórn efnahagsmála, það er fullreynt og engu að tapa og allt að vinna að það sé í höndum annara eins og seðlabanka Evrópu sem dæmi,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.

Vilhjálmur vill fá virta erlenda aðila til að kanna kosti og galla við að taka upp nýjan gjaldmiðil.

„Ég held það sé eina von heimilanna í landinu að komast í skjól þar undan þjófræðinu í gegnum íslensku krónuna síðustu áratugi,“ segir Ragnar Þór og styður hugmyndir Vilhjálms.

Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir almenning enda vart búandi við gjaldmiðil sem kostar neytendur og heimilin yfir 200 milljarða á ári. „Við getum ekki búið við okurvexti og verðtryggingu og algera fákeppni á öllum sviðum og því er svona úttekt nauðsynleg en hún þarf að vera eins og áður sagði gerð af erlendum óháðum aðilum til að verða marktæk,“ segir Vilhjálmur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×