Fótbolti

Jurgen Klopp: Við munum ekki fljúga í gegn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool

Liverpool vann 3-1 sigur á LASK eftir að hafa lent marki undir í fyrstu umferð Evrópudeildarinnnar. Þetta var fjórði endurkomusigur Liverpool í sex leikjum á þessu tímabili.

Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, biðlar til stuðningsmanna og leikmanna að vanmeta ekki styrk andstæðinga sinna í Evrópudeildinni. 

Florian Flecker kom LASK yfir með glæsilegu marki í upphafi fyrri hálfleiks en Liverpool tókst að stilla saman strengi sína í seinni hálfleik, skoruðu þrjú mörk og unnu leikinn að lokum. 

„Erfið byrjun, já. Markið kemur úr fyrsta skoti þeirra á markið eftir vel uppsetta hornspyrnu. En ég er mjög, mjög ánægður vegna þess að ég sagði fyrirfram að þetta yrði erfitt, þó fólk hafi kannski ekki trúað mér“ sagði Klopp eftir leik. 

Hann ítrekaði svo mikilvægi þess að vanmeta ekki andstæðing sinn og búast við sigrunum. 

„Ég veit að fólk gerir ráð fyrir því að við fljúgum í gegn. Það mun ekki gerst í riðlakeppninni og það mun ekki gerast í útsláttarkeppninni. Við þurfum að grafa djúpt eftir sigrunum“ sagði þjálfarinn að lokum. 

Liverpool liðið leikur næst við West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni. West Ham liðið hefur farið vel af stað á tímabilinu, 6. sæti í deildinni og sigur í Evrópudeildinni í gær. 


Tengdar fréttir

Fyrstu umferð lokið í Evrópukeppnum

Fyrstu umferð Evrópu- og Sambandsdeildarinnar var að ljúka. Brighton tapaði 3-2 gegn AEK, West Ham vann öruggan sigur en KÍ Klaksvík þurfti að sætta sig við tap.    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×