Fótbolti

Sambandsdeildin: Markaveisla og Aston Villa tapar óvænt

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ollie Watkins skoraði þrennu gegn Hibernian í undankeppninni. Honum brást bogalistin í dag.
Ollie Watkins skoraði þrennu gegn Hibernian í undankeppninni. Honum brást bogalistin í dag. Vísir/Getty

Sambandsdeild Evrópu hófst í dag með markaveislu. Í þeim átta leikjum sem hófust kl. 16:45 voru skoruð 32 mörk samtals. FC Spartak Trnava var eina liðið sem mistókst að koma boltanum í netið.

Óvæntust urðu úrslitin líklega í E-riðli þegar Aston Villa tapaði 3-2 gegn Legia og Zrinjski Mostar unnu 4-3 sigur á AZ Alkmaar. 

Genk og Fiorentina gerðu 2-2 jafntefli á milli sín, Frankfurt vann 2-1 sigur á Aberdeen og PAOK unnu HJK 3-2. 

Aðeins helmingur leikja fór fram kl. 16:45, hinn helmingurinn fer af stað kl. 19:00. Ef eitthvað má marka fyrri hlutann virðist stefna í nóg af mörkum og von er á óvæntum úrslitum. 

Það eru gleðifréttir fyrir Breiðablik sem spilar við Maccabi Tel Aviv á útivelli. Textalýsingu Vísis af þeim leik má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×