Bayern München vann Manchester United 4-3 í heldur undarlegum leik á Allianz-vellinum í München. Leroy Sané, Serge Gnabry, Harry Kane og Mathys Tel með mörk heimamanna á meðan Rasmus Höjlund og Casemiro skoruðu fyrir gestina. Sá síðarnefndi skoraði tvennu.
Galatasaray og FC Kaupmannahöfn gerðu 2-2 jafntefli í Tyrklandi eftir að gestirnir komust 2-0 yfir. Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá FCK í stöðunni 0-2 en þar sem Elias Jelert fékk rautt spjald var hann tekinn af velli skömmu síðar.
Arsenal fór illa með PSV á Emirates-vellinum í Lundúnum, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil. Bukayo Saka, Leandro Trossard, Gabriel Jesus og Martin Ödegaard með mörkin.
Jude Bellingham var enn og aftur hetja Real Madríd en hann skoraði sigurmarkið gegn Union Berlín í uppbótartíma. Ótrúleg byrjun enska miðjumannsins á Spáni heldur því áfram en hann er búinn að skora sex mörk í sex leikjum.
Sevilla og Lens gerðu 1-1 jafntefli.
Napoli vann 2-1 útisigur á Braga.
Salzburg vann 2-0 útisigur á Benfica.
Real Sociedad og Inter gerðu 1-1 jafntefli.