Innlent

Kynfræðsla barna var rædd í Pallborðinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þóra Geirlaug og Hilja eru kynfræðslukennarar og samdi Hilja kennsluleiðbeiningar með kennslubókinni umdeildu. Guðrún Ágústa er aftur á móti gagnrýnin á bókina og segir hana of grófa fyrir svo ung börn.
Þóra Geirlaug og Hilja eru kynfræðslukennarar og samdi Hilja kennsluleiðbeiningar með kennslubókinni umdeildu. Guðrún Ágústa er aftur á móti gagnrýnin á bókina og segir hana of grófa fyrir svo ung börn. Einar

Undanfarnar vikur hefur mikil umræða átt sér stað um kynfræðslu barna. Kveikjan að umræðunni er kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkrum vikum.

Umræðan hefur verið því marki brennd að byggja að hluta til á misskilningi og upplýsingaóreiðu en eins og fram hefur komið hafa Samtökin ´78 verið bendluð við bókina og kynfræðslu þrátt fyrir að hafa hvorki komið að þýðingu né útgáfu bókarinnar.

Í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag verður rætt um þessa bók en einnig um kynfræðslu barna í víðara samhengi. Að pallborðinu koma þær Hilja Guðmundsdóttir, höfundur kennsluleiðbeininga með kynfræðslubókinni, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kynfræðslukennari og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis- fíkni og fjölskyldufræðingur sem finnst sum af þeim efnistökum sem fram koma í kynfræðibókinni ekki hæfa börnum á aldrinum 7-10 ára. 

Í spilaranum hér að neðan er hægt að fylgjast með Pallborðinu í beinni útsendingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×