Frá 2020 þegar miklar skriður féllu á Seyðisfjörð.Vísir/Egill
Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða.
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi er hætt að rigna og vatnið farið að sjatna. Þess vegna er verið að íhuga að aflétta rýmingum og á að tilkynna ákvörðun um það fljótlega.
Hættustigi Almannavarna var lýst yfir á Seyðisfirði í fyrradag og var það vegna mikillar rigningar og hættu á aurskriðum. Engar fregnir hafa borist af skriðum í nótt.
Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkingsnorðaustanátt í dag með rigningu á köflum um landið austanvert og sums staðar norðanlands. Það léttir hins vegar til á Suður- og Vesturlandi.
Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir stöðuna á Seyðisfirði að miklu leiti svipaða og í gær varðandi hættu á aurskriðum vegna mikillar úrkomu. Húsin sem voru rýmd í gær verði það áfram í dag.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.