Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir iðar í skinninu að byrja að spila í Þjóðadeildinni. vísir/arnar Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Sjá meira