Blaðamenn ætla ekki að taka þátt í störfum fjölmiðlanefndar Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2023 11:55 Sigríður Dögg, formaður BÍ, hefur sent Lilju Dögg ráðherra, bréf þar sem hún tilkynnir henni að meðan fjölmiðlanefnd virði ekki valheimildir vilji blaðamenn sem minnst af nefndinni vita. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent menningar- og viðskiptaráðuneyti erindi þar sem hún tilkynnir ráðherra að félagið muni ekki tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Stjórnin hvetur ráðherra til að ljúka margboðaðri endurskoðun laga um fjölmiðla. Í bréfinu segir að ákvörðun stjórnar BÍ sé að vandlega íhuguðu máli en hún byggir á sömu sjónarmiðum þeim er stjórn BÍ ákvað að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar í mars 2019. Þá sagði Hjálmar Jónsson, sem þá var formaður en er nú framkvæmdastjóri BÍ, að ekki sé forsvaranlegt að leggja nafn félagsins við þá starfsemi sem er í gangi hjá fjölmiðlanefnd. Síðan eru liðin fjögur ár en samkvæmt bréfi Sigríðar Daggar til ráðuneytisins hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir fjölmiðlaráðherra látið reka á reiðanum við að gera breytingar sem hugnast BÍ sem telur að valdheimildir og verkefni fjölmiðlanefndar, eins og þau eru ákveðin í lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla og eins og fjölmiðlanefnd sjálf hefur skýrt sitt valdsvið, samræmist ekki grundvallarreglum um þrígreiningu ríkisvalds. Nefndin farið langt út fyrir valdheimildir Í bréfinu er tíundað að nefndin sjálf hafi litið svo á að henni sé falið að fjalla um og hafa eftirlit með ritstjórnarlegum ákvörðunum blaðamanna og fjölmiðla. „Á þessum skilningi byggir nefndin jafnvel þó svo fram sé tekið í skýringum við ákvæði 26. gr. í greinargerð með frumvarpi til laganna að ekki sé um að ræða „ákvæði sem unnt er að framfylgja með skírskotun til nákvæmra viðmiða“ og að í nefndaráliti meiri hluta menntamálanefndar hafi verið áréttað að reglu 26. gr. beri að skýra „sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður“.“ Stjórn BÍ telur að nefndin hafi því tekið sér of víðtækt vald til að skera úr um mörk mannréttinda. Hún hafi á síðustu árum veitt álit sitt um hvort fjölmiðlaumfjöllun hafi brotið gegn rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs og hvort fjölmiðlar hafi gætt að því að veita aðilum sem um er fjallað rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þetta eru atriði sem ritstjórn fjölmiðils á að mati BÍ að taka ákvörðun um og bera ábyrgð á. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Fjölmiðlanefnd til óþurftar Af bréfinu má ráða að stjórn BÍ telur nefndina hafa farið langt út fyrir valdmörk sín. Persónuvernd berast til að mynda reglulega erindi sem varða umfjöllun fjölmiðla og hafi gefið út það álit að vinnsla persónuupplýsinga á vegum fjölmiðla og annarra aðila í þágu fréttamennsku falli að mestu utan valdsviðs Persónuverndar og að það falli í hlut dómstóla að meta hvort fjölmiðlar hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Fjölmiðlanefnd gefur hins vegar út álit vinstri hægri í þeim efnum og hafi til að bera refsiheimildir. Lilja beindi á sínum tíma þeim tilmælum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. BÍ telur hins vegar valdmörk nefndarinnar óljós. „Í samræmi við viðtekin viðhorf fellur það í hlut dómstóla að skera úr um hvar markalína ósamrýmanlegra mannréttinda liggur í einstökum tilvikum. Að mati stjórnar BÍ er því ótækt að fjölmiðlanefnd, sem framkvæmdavaldshafi, fjalli um hvort að gengið hafi verið of langt í nýtingu rúms svigrúms fjölmiðla og blaðamanna til að ákveða hvaða umfjöllun eigi erindi við almenning og hvernig sú umfjöllun er nánar unnin; aðeins dómstólar séu bærir til að fjalla um hvar mörk tjáningarfrelsis fjölmiðla liggja að þessu leyti og hvort fjölmiðlar eða blaðamenn skuli látnir sæta ábyrgð vegna slíkra ákvarðana.“ Það er í ljósi framangreinds sem BÍ mun ekki tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Stjórn BÍ hvetur Lilju Dögg, menningar- og viðskiptaráðherra, til að ljúka margboðaðri endurskoðun laga um fjölmiðla og taka ofangreind sjónarmið til ítarlegrar athugunar við þá endurskoðun. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Í bréfinu segir að ákvörðun stjórnar BÍ sé að vandlega íhuguðu máli en hún byggir á sömu sjónarmiðum þeim er stjórn BÍ ákvað að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar í mars 2019. Þá sagði Hjálmar Jónsson, sem þá var formaður en er nú framkvæmdastjóri BÍ, að ekki sé forsvaranlegt að leggja nafn félagsins við þá starfsemi sem er í gangi hjá fjölmiðlanefnd. Síðan eru liðin fjögur ár en samkvæmt bréfi Sigríðar Daggar til ráðuneytisins hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir fjölmiðlaráðherra látið reka á reiðanum við að gera breytingar sem hugnast BÍ sem telur að valdheimildir og verkefni fjölmiðlanefndar, eins og þau eru ákveðin í lögum nr. 38/2011 um fjölmiðla og eins og fjölmiðlanefnd sjálf hefur skýrt sitt valdsvið, samræmist ekki grundvallarreglum um þrígreiningu ríkisvalds. Nefndin farið langt út fyrir valdheimildir Í bréfinu er tíundað að nefndin sjálf hafi litið svo á að henni sé falið að fjalla um og hafa eftirlit með ritstjórnarlegum ákvörðunum blaðamanna og fjölmiðla. „Á þessum skilningi byggir nefndin jafnvel þó svo fram sé tekið í skýringum við ákvæði 26. gr. í greinargerð með frumvarpi til laganna að ekki sé um að ræða „ákvæði sem unnt er að framfylgja með skírskotun til nákvæmra viðmiða“ og að í nefndaráliti meiri hluta menntamálanefndar hafi verið áréttað að reglu 26. gr. beri að skýra „sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður“.“ Stjórn BÍ telur að nefndin hafi því tekið sér of víðtækt vald til að skera úr um mörk mannréttinda. Hún hafi á síðustu árum veitt álit sitt um hvort fjölmiðlaumfjöllun hafi brotið gegn rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs og hvort fjölmiðlar hafi gætt að því að veita aðilum sem um er fjallað rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þetta eru atriði sem ritstjórn fjölmiðils á að mati BÍ að taka ákvörðun um og bera ábyrgð á. „Það er mikilvægt að það sé sátt um störf fjölmiðlanefndar og beini því auðvitað til allra sem eru skipaðir þar að treysta umgjörðina og trúveruleika“. Fjölmiðlanefnd til óþurftar Af bréfinu má ráða að stjórn BÍ telur nefndina hafa farið langt út fyrir valdmörk sín. Persónuvernd berast til að mynda reglulega erindi sem varða umfjöllun fjölmiðla og hafi gefið út það álit að vinnsla persónuupplýsinga á vegum fjölmiðla og annarra aðila í þágu fréttamennsku falli að mestu utan valdsviðs Persónuverndar og að það falli í hlut dómstóla að meta hvort fjölmiðlar hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns. Fjölmiðlanefnd gefur hins vegar út álit vinstri hægri í þeim efnum og hafi til að bera refsiheimildir. Lilja beindi á sínum tíma þeim tilmælum til fjölmiðlanefndar að vinna að því að traust ríki um störf hennar. Nefndin eigi að vera stuðningskerfi og beri að reyna að vera framsýn varðandi þróun fjölmiðlunar á Íslandi. BÍ telur hins vegar valdmörk nefndarinnar óljós. „Í samræmi við viðtekin viðhorf fellur það í hlut dómstóla að skera úr um hvar markalína ósamrýmanlegra mannréttinda liggur í einstökum tilvikum. Að mati stjórnar BÍ er því ótækt að fjölmiðlanefnd, sem framkvæmdavaldshafi, fjalli um hvort að gengið hafi verið of langt í nýtingu rúms svigrúms fjölmiðla og blaðamanna til að ákveða hvaða umfjöllun eigi erindi við almenning og hvernig sú umfjöllun er nánar unnin; aðeins dómstólar séu bærir til að fjalla um hvar mörk tjáningarfrelsis fjölmiðla liggja að þessu leyti og hvort fjölmiðlar eða blaðamenn skuli látnir sæta ábyrgð vegna slíkra ákvarðana.“ Það er í ljósi framangreinds sem BÍ mun ekki tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Stjórn BÍ hvetur Lilju Dögg, menningar- og viðskiptaráðherra, til að ljúka margboðaðri endurskoðun laga um fjölmiðla og taka ofangreind sjónarmið til ítarlegrar athugunar við þá endurskoðun.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira