Fótbolti

New­cast­le braut reglur UEFA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blaðamannafundur Newcastle hófst eftir að reglur UEFA segja til um.
Blaðamannafundur Newcastle hófst eftir að reglur UEFA segja til um. Serena Taylor/Getty Images

Newcastle United spilar annað kvöld sinn fyrsta Meistaradeildarleik í tvo áratugi. Félagið byrjar endurkomu sína í deild þeirra bestu ekki vel en félagið braut reglur UEFA í kvöld.

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað á nýjan leik annað kvöld með átta leikjum. Viðureign AC Milan og Newcastle er ein þeirra sem verður sýnd beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Meistaradeildarmessan snýr svo aftur og eftir að öllum leikjum kvöldsins er lokið fara Meistaradeildarmörkin af stað.

Endurkoma Newcastle í keppni þeirra bestu byrjar ekki vel og vonast liðið frá Norður-Englandi að fall sé fararheill. Flugvél með leikmönnum og starfsliði Newcastle lagði alltof seint af stað til Mílanó í dag en vélin var tveimur klukkustundum og 20 mínútum á eftir áætlun. 

Rétt eftir klukkan 17.00 í dag gekk stormur yfir Mílanóborg og talið er líklegt að það hafi tafið brottför liðsins en ekkert hefur þó verið staðfest. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að hópurinn hefði setið í flugvélinni á flugbrautinni í nærri tvo tíma áður en hún tók af stað.

Blaðamannafundur Newcastle byrjaði ekki fyrr en um 21.00 að staðartíma, tveimur tímum of seint en reglur Knattspyrnusambands Evrópu segja að lið verði að halda blaðamannafundi fyrir leiki á milli 12.00 og 19.00 að staðartíma. 

Leikur AC Milan og Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag.  Verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeildarmessan hefst kl. 18.30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.