Óttast ekki að fleiri fái óverðskuldaðar gráður Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2023 19:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Arnar Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu. Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra. Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Sjá meira
Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra.
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Sjá meira