Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson spilaði 75 mínútur í 3-0 tapi AGF fyrir Bröndby og léku liðsmenn AGF manni færri í rúmar 70 mínútur vegna mistaka norður-írska markvarðarins Peacock-Farrell.
Sá fékk sendingu til baka um miðjan fyrri hálfleik, skrikaði fótur og missti boltann til sóknarmanns Bröndby. Sá ætlaði að setja boltann í autt markið en Peacock-Farrell ákvað að flengja höndunum utan um hann og rífa hann niður.
STRAFFE & RØDT! #Brøndby #agfbif pic.twitter.com/162QJl29Fx
— MHL (@MHLo0o) September 17, 2023
Eðlilega fékk hann að líta rautt spjald fyrir og vítaspyrna dæmd. Daniel Wass skoraði úr spyrnunni og eftirleikurinn auðveldur fyrir Bröndby-menn 11 gegn 10 og 3-0 niðurstaðan.
Peacock-Farrell er fyrrum markvörður Leeds United en hann kom til AGF í sumar á láni frá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley.
Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan.