Fótbolti

Liðsfélagi Mikaels fékk beint rautt fyrir ruðningstæklingu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Peacock-Farrell athafnar sig með þessum galna hætti í gær.
Peacock-Farrell athafnar sig með þessum galna hætti í gær. Getty

Bailey Peacock-Farrell gerði afdrifarík mistök í tapi AGF fyrir Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Fáránleg tækling hans kostaði lið hans leikinn.

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson spilaði 75 mínútur í 3-0 tapi AGF fyrir Bröndby og léku liðsmenn AGF manni færri í rúmar 70 mínútur vegna mistaka norður-írska markvarðarins Peacock-Farrell.

Sá fékk sendingu til baka um miðjan fyrri hálfleik, skrikaði fótur og missti boltann til sóknarmanns Bröndby. Sá ætlaði að setja boltann í autt markið en Peacock-Farrell ákvað að flengja höndunum utan um hann og rífa hann niður.

Eðlilega fékk hann að líta rautt spjald fyrir og vítaspyrna dæmd. Daniel Wass skoraði úr spyrnunni og eftirleikurinn auðveldur fyrir Bröndby-menn 11 gegn 10 og 3-0 niðurstaðan.

Peacock-Farrell er fyrrum markvörður Leeds United en hann kom til AGF í sumar á láni frá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley.

Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.