Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2023 16:33 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segist döpur yfir umræðunni undanfarna daga um hinsegin samfélagið. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“ Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“
Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira