Nærri allt liðið missti af fluginu vegna kaffibolla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 23:01 Ekki kemur fram hvaða leikmenn misstu af fluginu. Gabriel Jimenez Lorenzo/Getty Images Leikur Sevilla og Las Palmas í La Liga, efstu deild karla í knattspyrnu á Spáni, var tímabundið í hættu eftir að nærri allt lið Las Palmas ákvað að fá sér kaffibolla á flugvellinum áður en flogið var til Andalúsíu. Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira
Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla. Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023 Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum. Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst. La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla. https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023 Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira