Las Palmas ætti að vera flestum Íslendingum kunnugt enda spilaði Þórður Guðjónsson með liðinu um tíma og þá er það staðsett á Kanaríeyjum. Það er því ágætis spölur fyrir lið Las Palmas að fara til Sevilla í Andalúsíu en um 1500 kílómetrar eru frá Kanarí til Sevilla.
Crazy story. 15 Las Palmas players have missed their club's flight before playing away at Sevilla. The players went to get a quick coffee in the airport and went the wrong direction, missing the departure time. https://t.co/dJI9asBdrT
— Colin Millar (@Millar_Colin) September 16, 2023
Eðlilega lagði leikmannahópur Las Palmas og starfslið af stað til Sevilla degi áður en leikur liðanna fer fram. Það gekk þó ekki betur en svo að 15 leikmenn og tveir sjúkraþjálfarar urðu eftir á Kanaríeyjum.
Leikmennirnir fimmtán ásamt sjúkraþjálfurunum ákvað að fá sér kaffi á flugvellinum, það gekk þó ekki betur en svo að hópurinn var allt í einu orðinn of seinn í flugið sem liðið átti planað. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór hópurinn í ranga átt og endaði á röngum stað á flugvellinum þegar flugið fór af stað.
Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum en það staðfestir einnig að það hafi leigt aðra flugvél til að koma einstaklingunum 17 á áfangastað áður en leikurinn hefst.
La expedición de la UD Las Palmas ha viajado en dos grupos a Sevilla.
— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) September 16, 2023
https://t.co/rnzynW0vq9 pic.twitter.com/OOdcMTCrom
Las Palmas er í 18. sæti La Liga með aðeins tvö stig eftir fjóra leiki en Sevilla er á botninum án stiga. Leikur liðanna er því gríðarlega mikilvægur og vonast Las Palmas til að ævintýri einstaklinganna 17 hafi ekki of mikil áhrif á leik morgundagsins.