„Verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 12:01 Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings. Vísir/Hulda Margrét Nikolaj Hansen, framherji Víkings, verður í eldlínunni er liðið freistar þess að vinna sinn fjórða bikarmeistaratitil í röð í dag. Víkingur og KA eigast við á Laugardalsvelli í úrslitum Mjólkurbikarsins klukkan 16:00. „Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira
„Tilfinningin er virkilega góð. Það er virkilega gaman að spila þessa leiki og þetta er líklega auðveldasti leikurinn til að gíra sig upp fyrir. Við erum með góðan hóp og þurfum líklega að nota hann allan,“ sagði Nikolaj. Þá segir hann tilfinninguna ekkert breytast þrátt fyrir að þetta sé fjórði bikarúrslitaleikur Víkings í röð. „Já, tilfinningin er alltaf eins. Þetta er einn stærsti leikur ársins og mikið af áhorfendum sem mæta. Maður er alltaf spenntur og þá sérstaklega daginn fyrir leik og þar til þú stígur inn á völlinn. En um leið og leikurinn byrjar þá er allt í góðu og þú gleymir spennuni.“ Hann segir spennustigið í hópnum einnig vera mjög gott. „Það er mjög gott. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allt sumar. Við höfum spilað virkilega vel þrátt fyrir að síðustu tveir leikir hafi kannski ekki verið fullkomnir. Við þurfum bara að koma okkur til baka úr því og finna leið til að vinna þennan leik.“ Og eins og gefur að skilja býst Nikolaj við erfiðum leik gegn KA við erfiðar aðstæður. „Ég býst bara við erfiðum leik. Það er alltaf erfitt að spila við KA. Þeir eru sterkir í einvígum og veðrið verður ekki gott þannig við verðum bara að bretta upp ermar og láta vaða.“ „Við þurfum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera allt tímabilið. Við þurfum að vinna saman sem lið og halda hreinu. Ef við gerum það þá munum við vinna því við sköpum okkur alltaf nóg af færum.“ Að lokum nýtti Nikolaj einnig tækifærið og þakkaði stuðningsmönnum Víkings fyrirfram fyrir stuðninginn. „Stuðningsmenn Víkings hafa alltaf verið frábærir og það er gaman að hlusta á þá á meðan við spilum. Við þurfum á þessum stuðningi að halda og það verður virkilega gott að hafa þá með okkur,“ sagði Nikolaj að lokum. Klippa: Nikolaj fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Sjá meira