Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins þar sem sagt er frá andláti Bjarna. Bjarni skilur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og fjórtán barnabörn og barna-barnabörn.
Bjarni fæddist árið 1936 og spilaði hann lengi fyrir KR á árum áður og vann marga titla með félaginu.
Hann lýsti lengi enska boltanum í útvarpi og í sjónvarpi en hætti því árið 2010. Það var eftir 42 ára starf á þessu sviði. Hann fékk svo fálkaorðuna í fyrra fyrir störf á sviði íþróttamála, félagsmála og miðlunar.
Bjarni var upprunalega ekki kallaður Rauða ljónið heldur Rauði tuddinn, eins og hann sagði í viðtali fyrir bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar árið 2012.
„Ég held að þetta hafi byrjað þannig að ég var með eldrautt hár í yngri flokkum KR. Ég þótti nú frekar harður í horn í taka, þó ég væri nú bakvörður.“
Árið 2016 fjallaði Guardian um það hvernig Bjarni hefði komið enska boltanum inn á heimili Íslendinga og var honum lýst sem þjóðargersemi.