Blöskrar umfjöllun um pistil Páls í Morgunblaðinu: „Svona gera menn ekki“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 18:39 Ólafur Stephensen, Kristín Eysteinsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafa öll lýst yfir vonbrigðum með endursögn Staksteina Morgunblaðsins á pistli bloggarans Páls Vilhjálmssonar um Samtökin ´78. Vísir/Heiðar Rektor Listaháskólans hefur beðið Morgunblaðið að birta ekki viðtal við sig sem átti að birta undir merki Dagmála eftir helgi. Blaðið birti í Staksteinum sínum í dag umfjöllun um pistil bloggarans Páls Vilhjálmssonar. Pistilinn kallar formaður Viðreisnar falsfréttir. Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, hefur beðið Morgunblaðið um að birta ekki viðtal sem var tekið við hana um starf skólans og átti að birta á vef miðilsins eftir helgi undir merki Dagmála. Ástæðan er umfjöllun um pistil bloggarans Páls Vilhjálmssonar í blaði miðilsins í dag, þegar það er í aldreifingu, í Staksteinum blaðsins. Pistill Páls birtist upprunalega á bloggi hans í gær. Í pistlinum kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Kristín segir í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag að sem hinsegin manneskja og foreldri hinsegin barns hafi hún ekki séð annað í stöðunni en að bregðast við birtingu pistilsins, sérstaklega í ljósi umræðu síðustu daga þar sem hallað hefur mjög á hinsegin samfélagið. „Hef mikið verið að hugsa um hvað er hægt að gera í þessari holskeflu fordóma, hatursorðræðu og rangfærslum sem dynja á hinsegin fólki þessa dagana. Sjálf hef ég ákveðið að leggja mitt af mörkum sem hinsegin manneskja og foreldri hinsegin barns því ég ætla ekki að sætta mig við að fjölmiðill í aldreifingu birti svona rangfærslur og meiðandi hatursáróður,“ segir Kristín og að hún hafi því hringt í blaðamann Morgunblaðsins og beðið um að viðtalið yrði ekki birt og að það mætti birta það þegar þær rangfærslur sem settar eru fram í pistli Páls hafi verið leiðréttar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir einnig í Facebook-færslu það átakanlegt að Morgunblaðið birti falsfrétt um fræðslustarf Samtakanna 78. Þorgerður Katrín segir eðlilegt að eiga skoðanaskipti í hverju lýðræðissamfélagi en að þar eigi ekki að vera „skjól fyrir hatursfullar og meiðandi skoðanir un tilverurétt einstaklinga. Hver og ein einasta manneskja í lýðræðissamfélagi er hlekkur í lýðræðiskeðjunni. Og saman ber samfélagið þannig ábyrgð á því - hvernig það þróast áfram,“ segir Þorgerður Katrín og að hún hafi töluverðar áhyggjur af því að pólarísering bandarískrar umræðu sé komin hingað til lands. „Þetta er ekki góð leið í lýðræðissamfélagi. Auðvitað eigum við að geta tekið samtalið án úthrópanna. En samtalið þarf þá hið minnsta að byggjast á staðreyndum. Ekki falsfréttum eða hreinum óhróðri. Það er lágmarkskrafa.“ Einnig hefur Ólafur Stephenssen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og annarra miðla, tjáð sig um málið en hann segir það vont að ritstjórar blaðsins „dreifi hatursbulli Páls Vilhjálmssonar í garð Samtakanna 78 með því að endurbirta það í Staksteinum. Lesendur geta ekki einu sinni varizt ófögnuðinum með því að segja upp áskriftinni, því að Mogginn kemur óumbeðinn inn um lúguna á fimmtudögum. Svona gera menn ekki.“ Þá hefur annar ritstjóra Heimildarinnar tjáð sig um pistilinn í dag. Ritstjórar frídreifðs Mogga finnst tilefni til að miðla þessum hatursfullu, meiðandi og brjáluðu skoðunum sem byggja ekki á neinum raunveruleika í Staksteinum dagsins. Þetta er afstaða þeirra til hinsegin fólks. pic.twitter.com/syYrssO06c— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) September 14, 2023 Fjölmargir hafa lagt orð í belg í vikunni um málið og segja umræðuna einkennast af af fölskum upplýsingum. Forstjóri Menntamálstofnunar sagði í kvöldfréttum í gær að upplýsingaóreiða einkenni umræðuna sem snýst í grunninn um kynfræðslu barna. Inn í umræðuna blandast svo iðulega Samtökin ´78 en framkvæmdastjóri samtakanna sagði í kvöldfréttum í gær síðustu daga hafa verið erfiða hinsegin samfélaginu. Í dag kom svo sameiginleg yfirlýsing frá Stjórnarráði Íslands, Reykjavíkurborg, Sambando íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmanni barna, Menntamálastofnun, Barnaheil, Samtökunum '78 og Heimili og skóla og Landssamtökum foreldra þar sem sagði að borið hefði á því að „villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Hinsegin Skóla - og menntamál Háskólar Fjölmiðlar Grunnskólar Tengdar fréttir Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. 12. september 2023 22:10 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, hefur beðið Morgunblaðið um að birta ekki viðtal sem var tekið við hana um starf skólans og átti að birta á vef miðilsins eftir helgi undir merki Dagmála. Ástæðan er umfjöllun um pistil bloggarans Páls Vilhjálmssonar í blaði miðilsins í dag, þegar það er í aldreifingu, í Staksteinum blaðsins. Pistill Páls birtist upprunalega á bloggi hans í gær. Í pistlinum kvartar Páll undan „lífsskoðunarfélaginu Samtakanna ´78“ og segir það mistök að hafa „hleypt þeim inn í skólastarf“. Fjölmargir hafa fordæmt birtingu pistilsins, segja hann falsfrétt og að þar sé birtur áróður gegn Samtökunum ´78 sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Kristín segir í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag að sem hinsegin manneskja og foreldri hinsegin barns hafi hún ekki séð annað í stöðunni en að bregðast við birtingu pistilsins, sérstaklega í ljósi umræðu síðustu daga þar sem hallað hefur mjög á hinsegin samfélagið. „Hef mikið verið að hugsa um hvað er hægt að gera í þessari holskeflu fordóma, hatursorðræðu og rangfærslum sem dynja á hinsegin fólki þessa dagana. Sjálf hef ég ákveðið að leggja mitt af mörkum sem hinsegin manneskja og foreldri hinsegin barns því ég ætla ekki að sætta mig við að fjölmiðill í aldreifingu birti svona rangfærslur og meiðandi hatursáróður,“ segir Kristín og að hún hafi því hringt í blaðamann Morgunblaðsins og beðið um að viðtalið yrði ekki birt og að það mætti birta það þegar þær rangfærslur sem settar eru fram í pistli Páls hafi verið leiðréttar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir einnig í Facebook-færslu það átakanlegt að Morgunblaðið birti falsfrétt um fræðslustarf Samtakanna 78. Þorgerður Katrín segir eðlilegt að eiga skoðanaskipti í hverju lýðræðissamfélagi en að þar eigi ekki að vera „skjól fyrir hatursfullar og meiðandi skoðanir un tilverurétt einstaklinga. Hver og ein einasta manneskja í lýðræðissamfélagi er hlekkur í lýðræðiskeðjunni. Og saman ber samfélagið þannig ábyrgð á því - hvernig það þróast áfram,“ segir Þorgerður Katrín og að hún hafi töluverðar áhyggjur af því að pólarísering bandarískrar umræðu sé komin hingað til lands. „Þetta er ekki góð leið í lýðræðissamfélagi. Auðvitað eigum við að geta tekið samtalið án úthrópanna. En samtalið þarf þá hið minnsta að byggjast á staðreyndum. Ekki falsfréttum eða hreinum óhróðri. Það er lágmarkskrafa.“ Einnig hefur Ólafur Stephenssen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og annarra miðla, tjáð sig um málið en hann segir það vont að ritstjórar blaðsins „dreifi hatursbulli Páls Vilhjálmssonar í garð Samtakanna 78 með því að endurbirta það í Staksteinum. Lesendur geta ekki einu sinni varizt ófögnuðinum með því að segja upp áskriftinni, því að Mogginn kemur óumbeðinn inn um lúguna á fimmtudögum. Svona gera menn ekki.“ Þá hefur annar ritstjóra Heimildarinnar tjáð sig um pistilinn í dag. Ritstjórar frídreifðs Mogga finnst tilefni til að miðla þessum hatursfullu, meiðandi og brjáluðu skoðunum sem byggja ekki á neinum raunveruleika í Staksteinum dagsins. Þetta er afstaða þeirra til hinsegin fólks. pic.twitter.com/syYrssO06c— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) September 14, 2023 Fjölmargir hafa lagt orð í belg í vikunni um málið og segja umræðuna einkennast af af fölskum upplýsingum. Forstjóri Menntamálstofnunar sagði í kvöldfréttum í gær að upplýsingaóreiða einkenni umræðuna sem snýst í grunninn um kynfræðslu barna. Inn í umræðuna blandast svo iðulega Samtökin ´78 en framkvæmdastjóri samtakanna sagði í kvöldfréttum í gær síðustu daga hafa verið erfiða hinsegin samfélaginu. Í dag kom svo sameiginleg yfirlýsing frá Stjórnarráði Íslands, Reykjavíkurborg, Sambando íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmanni barna, Menntamálastofnun, Barnaheil, Samtökunum '78 og Heimili og skóla og Landssamtökum foreldra þar sem sagði að borið hefði á því að „villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt.
Hinsegin Skóla - og menntamál Háskólar Fjölmiðlar Grunnskólar Tengdar fréttir Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00 Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. 12. september 2023 22:10 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56
Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25
Samtökin '78 hafi ekkert að gera með kynfræðslu Fræðslustýra Samtakanna '78 segir ekki rétt sem komið hefur fram í umræðum um kynfræðslu barna og unglinga á samfélagsmiðlum síðustu daga að samtökin fari með kynfræðslu í grunnskólum. Heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu barna í grunnskólum og skjáskot úr kennsluefni sett fram á misvísandi hátt. 11. september 2023 16:00
Hefur fengið fjölda skeyta þar sem kennarar eru sakaðir um innrætingu Forsætisráðherra telur umræðu síðustu daga um hinsegin fræðslu vera hluta af bakslagi sem orðið hafi gagnvart réttindum hinsegin og kynsegin fólks. Hún segir mikilvægt að fólk fræðist um fjölbreytileika samfélagsins, og skilji hann. 12. september 2023 22:10