Leggja fram frumvarp um kristinfræði í grunnskólum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2023 15:23 Birgir Þórarinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn á vegum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp vegna málsins og leggja til að kristinfræði verði kennd auk trúarbragðafræði. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni. Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Ásamt honum setja samflokksmenn hans Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Jón Gunnarsson nafn sitt við frumvarpið auk þeirra Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna og Jakobs Frímanns Magnússonar, þingmanns Flokks fólksins. Þingmennirnir leggja til að í stað þess að það standi einungis „trúarbragðafræði“ í annarri málsgrein 25. grein laga um grunnskóla muni standa „kristinfræði og trúabragðafræði.“ Markmiðið sé að auka veg kristinfræðikennslu í grunnskólum landsins og færa hana til fyrra horfs, fyrir gildistöku grunnskólalaganna árið 2008. Kristnin samofin sögu þjóðarinnar „Eðlilegt er að spurt sé hvaða hlutverki kristinfræðikennsla geti gegnt í nútímasamfélagi, þar sem sívaxandi veraldarhyggja og fjölhyggja eru áberandi. Andstæðingar kristinfræðikennslu vísa gjarnan til þess að æ fleiri segi sig úr þjóðkirkjunni og fáir trúi á guð,“ segir meðal annars í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. „Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar að taka eigi tillit til þeirra trúarbragða sem hafa verið ráðandi í mótun menningar okkar og samfélags. Kristni er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár. Ekki er hægt að skilja menningu okkar nema hafa þekkingu á kristnum gildum, svokölluð fjölmenningarhyggja kemur þar ekki í staðinn.“ Áhersla verði lögð á að nemendur læri að þekkja samkennd og siðferði sem birtist í guðspjöllunum og að nemendur öðlist þjálfun í siðferði með því að þekkja biblíusögurnar og merkingu þeirra. „Í námsgreininni kristinfræði og trúarbragðafræði skal hlutfall kennslu í kristinfræði vera 50% og trúarbragðafræði 50%. Jafnframt þarf að uppfæra og auka námsefni á þessu sviði.“ Skólinn ekki trúboðsstofnun Þingmennirnir segja kennsluna ekki eiga að stangast á við trúfrelsi, skólinn sé ekki trúboðsstofnun. Skólanum sé ætlað að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúarbrögðum. Með vaxandi fjölgun íslenskra ríkisborgara sem eru af erlendu bergi brotnist aukist nauðsyn þess að brjóta niður múra á milli menningarheilda og trúarhópa og auka þar með umburðarlyndi. Slíkt sé best gert með sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni og almennri fræðslu um trúarbrögð. „Til að slík fræðsla verði að gagni og nái að stuðla að alhliða þroska nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi þarf hún að ná til allra,“ segir í greinargerðinni.
Trúmál Alþingi Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira